Kínóasalat með valhnetum – Hreinasta dásemd

Kínóasalat með valhnetum kínóa salat valhnetur kinoa salad
Kínóasalat með valhnetum – Hreinasta dásemd

Kínóasalat með valhnetum

Mér finnst ágætt að láta svona salöt standa í svo sem klukkutíma áður en þau eru borðuð. Kínóa er hreinasta dásemd eins og áður hefur komið fram. Það er auðvelt að vinna með það, fer vel í maga og svo er það svo meinhollt að það hálfa væri alveg nóg.

KÍNÓAVALHNETURSALÖT

.

Kínóasalat með valhnetum

1 b kínóa

2 b vatn

safi úr 1-2 sítrónum

4 msk ólífuolía

1/3 tsk gott hunang

1 msk minta

fersk steinselja, söxuð

blaðlaukur, saxaður (ca 1/2 dl af söxuðum)

1/2 gúrka, söxuð gróft

2/3 b valhnetur saxaðar

salt og pipar.

Setjið kínóa og vatn í pott, látið suðuna koma upp og sjóðið rólega í um tíu mín. Slökkvið undir og látið standa áfram. Sigtið ef vatnið er ekki gufað upp. Kælið

Hristið saman sítrónusafa, olíu og hunang. Blandið saman kínóa, mintu, steinselju, blaðlauk, gúrku og valhnetum. Kryddið með salti og pipar. Hellið dressingunni yfir og hrærið í með gaffli, þannig losnar kínóað best í sundur. Látið standa í klukkutíma eða tvo áður en það er borið á borð (ekki í ísskáp).

KÍNÓAVALHNETURSALÖT

.

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Fjórar bestu smákökutegundirnar 2017

Fjórar bestu smákökutegundirnar 2017. Nýlega fór fram hin árlega smákökusamkeppni Kornax. Fjölmargar dásamlega góðar smákökur kepptu og dómnefndinni var mikill vandi á höndum. Eftir að hafa fækkað niður í tuttugu voru þær smakkaðar aftur og gefin stig. Að því búnu voru stigin talin og hér er topp 4 listinn

Versalakökur – verðlaunasmákökur

Versalakökur - 2.sætið í smákökusamkeppni Kornax 2017. Valgerður Guðmundsóttir hreppti annað sætið með Versalakökunum ljúffengu. Fallegar og mjög jólalegar smákökur. Mér fannst eitt augnablik ég vera kominn til Versala þegar ég beit í fyrstu kökuna - apríkósurnar komu skemmtilega á óvart. Hér harmónerar allt vel saman