Auglýsing
lkl hrökkkex lágkolvetna kex fræ kex
LKL-hrökkkex

LKL-hrökkkex. Í bókinni Lágkolvetna lífstíllinn er þetta girnilega hrökkkex sem er bæði ótrúlega einfalt að útbúa og er líka ótrúlega gott.

LKL-hrökkkex

Auglýsing

1 dl sesamfræ

1 dl graskersfræ

1 dl sólkjarnafræ

1,5 dl hörfræ

dass af salti

3 dl heitt vatn.

Blandið öllu saman og látið standa í 1/2 tíma. Dreifið síðan fræjunum í þétt en þunnt lag á ofnplötu sem er klædd bökunarpappír. Bakið í klukkustund við 120 gráður, lækkið þá í 100 gráður og bakið í klukkustund í viðbót. Þegar kexið er komið úr ofninum þarf það að kólna vel  og þá má skera það er brjóta í minni bita. Geymist í lokuðu íláti við stofuhita. (Gunnar Már Sigfússon)

LKL-hrökkkex