Kínóasalat með valhnetum – Hreinasta dásemd

Kínóasalat með valhnetum kínóa salat valhnetur kinoa salad
Kínóasalat með valhnetum – Hreinasta dásemd

Kínóasalat með valhnetum

Mér finnst ágætt að láta svona salöt standa í svo sem klukkutíma áður en þau eru borðuð. Kínóa er hreinasta dásemd eins og áður hefur komið fram. Það er auðvelt að vinna með það, fer vel í maga og svo er það svo meinhollt að það hálfa væri alveg nóg.

KÍNÓAVALHNETURSALÖT

.

Kínóasalat með valhnetum

1 b kínóa

2 b vatn

safi úr 1-2 sítrónum

4 msk ólífuolía

1/3 tsk gott hunang

1 msk minta

fersk steinselja, söxuð

blaðlaukur, saxaður (ca 1/2 dl af söxuðum)

1/2 gúrka, söxuð gróft

2/3 b valhnetur saxaðar

salt og pipar.

Setjið kínóa og vatn í pott, látið suðuna koma upp og sjóðið rólega í um tíu mín. Slökkvið undir og látið standa áfram. Sigtið ef vatnið er ekki gufað upp. Kælið

Hristið saman sítrónusafa, olíu og hunang. Blandið saman kínóa, mintu, steinselju, blaðlauk, gúrku og valhnetum. Kryddið með salti og pipar. Hellið dressingunni yfir og hrærið í með gaffli, þannig losnar kínóað best í sundur. Látið standa í klukkutíma eða tvo áður en það er borið á borð (ekki í ísskáp).

KÍNÓAVALHNETURSALÖT

.

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Súrefnishjálmur, sogæðameðferð og tannhvíttun

Súrefnishjálmur, sogæðameðferð og tannhvíttun. Við Bergþór skiptumst á að skipuleggja mánaðarlegar samverustundir, koma hvor öðrum aðeins á óvart og gera eitthvað sem við gerum ekki dags daglega. Gaman saman í mars var að láta koma okkur á óvart hjá Heilsu og útliti í Hlíðarsmára. Hjónin Sandra og Eyfi tóku á móti okkur. Hún hefur sérhæft sig í sogæðameðferðum og hann var að koma heim eftir að hafa lært tannhvíttun á Englandi

SaveSave

SaveSave

SaveSave

Franskt gulrótasalat – bragðgott, hollt og fallegt

Gulrótasalat - Salade de carottes râpées. Enn eru hér áhrif frá ferð okkar til Frakklands. Í einni af mörgum veislum var hlaðborð, þar var þetta guðdómlega gulrótasalat. Á meðan prúðbúnir gestir hlustuðu á allt of langar ræður laumaðist ég að borðinu tók myndir og smakkaði laumulega.

Kókosdraumur með hvítu súkkulaði – verðlaunasmákökur

Kókosdraumur með hvítu súkkulaði

Kókosdraumur með hvítu súkkulaði. Núna vorum við að koma frá því að dæma hina árlega smákökusamkeppni starfsfólks Íslensku lögfræðistofunnar. Í fyrra var það Eggert sem sigraði með Appelsínunibbum og árið þar áður urðu Appelsínublúndur Svanvhítar Yrsu í fyrsta sæti. Þar er gríðarlegur metnaður og góðlátleg samkeppni meðal starfsfólksins. Fyrir utan að keppa í bestu smákökunni voru einnig veitt verðlaun fyrir fallegustu framsetninguna.

Við Bergþór fáum árlega með okkur gestadómara og í ár var það söngkonan hugprúða Jóhanna Vigdís Arnardóttir sem dæmdi með okkur.