Don Giovanni terta

Don Giovanni terta Don Giovanni terta Margrét Eggertsdóttir Mozart DonGiovanni terta Sætabrauðsdrengirnir Bergþór Garðar Thór Gissur Páll Viðar kaffimeðlæti AUSTURRÍKI SALZBURG SALSBORG
Don Giovanni terta

Don Giovanni terta

Ætli megi ekki segja að Margrét Eggertsdóttir söngkona hafi verið ókrýnd tertudrottning Íslands á sinni tíð. Margrét notaði uppskriftir lítið, enda með hafsjó af reynslu og upplýsingum í kollinum. Margir föluðust eftir uppskriftum, en með bros á vör bauðst hún gjarnan til að koma frekar með tertur í veisluna, enda væri lítið mál að gera þetta „með vinstri hendina út um gluggann“, en glens og góðlátlegur húmor var aldrei langt undan þegar Margrét var annars vegar. Þessi uppskrift, kennd við Don Giovanni, er þó úr fórum Margrétar. Á dögunum var hún bökuð fyrir æfingu fjögurra óperusöngvara sem stofnað hafa kvartett og hafa æft stíft í sumar.

Ópera Mozarts, Don Giovanni var frumsýnd í Estates leikhúsinu í Prag í október 1787.

MARGRÉT EGGERTSDÓTTIRSÆTABRAUÐSDRENGIRNIRTERTURGRAND MARNIERAUSTURRÍKI

.

DonGiovanni terta Sætabrauðsdrengirnir Bergþór Garðar Thór Gissur Páll Viðar
Sætabrauðsdrengirnir Bergþór, Garðar Thór, Gissur Páll og Viðar

Don Giovanni terta

Botn:
250 g marsipan, við stofuhita
250 g sykur
250 g smjör
3 egg
100 g hveiti
1/2 tsk salt

Þeytið saman marsipan, sykur og smjör. Blandið þeyttum eggjum, sigtuðu hveiti og salti saman við með sleif. Bakið í tveimur formum við 150°C í u.þ.b. 40-60 mínútur.

Krem:
2 stór matarlímsblöð
3 eggjarauður
2 msk sykur
3 msk Grand Marnier
1 peli rjómi

Leggið matarlímsblöðin í bleyti, kreistið og bræðið yfir vatnsbaði.

Þeytið eggjarauður með sykri.  Bætið líkjör út í, þá þeyttum rjóma og síðast matarlími. Setjið annan botninn á tertudisk, skerið hring í miðjuna á hinum botninum, u.þ.b. 10 cm í þvermál, áður en hann er lagður ofan á neðri botninn. Látið kremið í holuna og ofan á tertuna.  Skreytið með berjum og litfögrum ávöxtum sem við hendina eru, svo sem mangó, jarðarberjum, vínberjum, bláberjum, ferskjum, hindberjum, kiwi, brómberjum (fallegt að miða við fjóra liti, gult, rautt, grænt og blátt). Ef bananar eru með, vætið þá með sítrónusafa, svo að þeir dökkni ekki. Geymið tertuna í um eina klukkustund í ísskáp á meðan frómasinn stífnar.

DonGiovanni
Don Giovanni terta

.

MARGRÉT EGGERTSDÓTTIRSÆTABRAUÐSDRENGIRNIRTERTURGRAND MARNIERAUSTURRÍKI

— DON GIOVANNI TERTA —

.

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Vöfflur – klassísk uppskrift úr bókinni Við matreiðum

Vöfflur. Fátt er dásamlegra en ilmur af nýbökuðum vöfflum. Það er einhver óútskýrð hlýja sem fylgir þeim. Hér er uppskrif úr hinni ágætu bók Við matreiðum, bók sem ég eignaðist fyrir 35 árum og fletti reglulega upp í. Við matreiðum er hin fínasta bók, hún kom fyrst út árið 1976 og nýlega kom sjötta útgáfan út.

Peruterta, þessi gamla góða

20160830_152036

Peruterta. Í minningunni voru perutertur í öllum barnaafmælum og flestum fermingarveislum í mínu ungdæmi. Botnarnar voru mjúkir og gegnblautir. Þegar ég sá á fasbókinni að Borghildur Jóna var að baka eina slíka fyrir afmæli sonar síns, fékk ég fortíðarþráhyggjukast og bað hana um mynd og uppskrift. Ég bara stóðst ekki mátið.

Hjónabandssæla

Hjónabandssæla

Mjúk og góð hjónabandssæla er góð með kaffinu. Stundum verða hjónabandssælur seigar, kannski vegna þess að þær eru bakaðar of lengi. En eflaust líkar einhverjum að hafa þær seigar.