Döðlukaka með chili

Döðlukaka Döðluterta lítið hveiti chili súkkulaði kókosmjöl döðlur kaka terta sætabrauðsdrengirnir
Döðlukaka með chili

Döðlukaka með chili

Bergþór minn fór í Síðdegisútvarpið á Rás 2 í dag færandi hendi með döðluköku. Þar fræddi hann hlustendur um tónleika sem verða á Austurlandi næstu daga. Döðlukakan var svolítið sérstök út af chilisúkkulaðinu, en þeir sem vilja ekki mjög sterkt, geta notað venjulegt.

DÖÐLUTERTURKAFFIMEÐLÆTI

.

Döðlukaka með chili

2 dl hrásykur

2 dl kókosmjöl

2 dl döðlur, klipptar gróft með skærum

100 g gott (chili)súkkulaði

2 egg

2 msk hveiti

1 tsk vínsteinslyftiduft.

Blandað saman í skál, bakað við u.þ.b. 150°C í u.þ.b. 40 mín. Þeyttur rjómi með (eða ís).

Sætabrauðsdrengirnir

DÖÐLUTERTURKAFFIMEÐLÆTI

.

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Kókosbolludraumur – alveg hreint sjúklega gott

OLYMPUS DIGITAL CAMERA

Kókosbolludraumur. Stundum þarf maður á því að halda að sukka, sukka feitt.
Ég gat ekki með nokkru móti hætt að „smakka aðeins meira" Föstudagskaffið í vinnunni er unaðsleg samkoma og ómissandi. Björk kom með þessa undurgóðu sprengju með kaffinu. Rice krispies botn er marengsbotn með Rice krispies, það má líka nota venjulegan marengs. Ef þið notið banana þá er ágætt að blanda þeim við rjómann eða dýfa þeim í sítrónuvatn svo þeir verið ekki svartir. Þeir sem ekki vilja nota sérrý í botninn geta haft ávaxtasafa og síðast en ekki síst: þið sem eruð í megrun gleymið þessu :)

Pistasíu- og granateplaterta

Pistasíu- og granateplaterta. Sú hefð hefur myndast hér að baka páskatertu ársins. Á hverju ári bökum við nýja tertu sem hlýtur sæmdartitilinn Páskaterta ársins. Hér má sjá lista yfir páskatertur síðustu ára Að þessu sinni er það undurgóð pistasíu- og granateplaterta. Guð minn góður hvað þessi terta er ljúffeng og það sem meira er: Daginn eftir er hún enn betri. Gleðilega páska

SaveSave

SaveSave

SaveSave