Skyrterta Maríu

Skyrterta Maríu María Lív BJÖRNSDÓTTIR guðjónsdóttir Viðar, Albert, Bergþór, María, karl Jóhann, Jóhann, Garðar Thór og Gissur Páll sætabrauðsdrengirnir norðfjörður neskaupstaður skyr skyrtera skyrkaka
Skyrterta Maríu

Skyrterta Maríu

Eftir vel sótta tónleika Sætabrauðsdrengjanna í Neskaupstað göldruðu nöfnurnar og frænkur mínar María og dótturdóttir hennar, María Lív, fram veislu þar sem meðal annars var boðið upp á höfuga skyrtertu sem skreytt var með jarðarberjum úr garðinum. #Ekkinokkurleiðaðhættaaðborðaterta

.

SÆTABRAUÐSDRENGIRNIRNESKAUPSTAÐURMARÍA GUÐJÓNSSKYRTERTUR

.

Skyrterta Maríu

botn:

u.þ.b. 2 b gróft muldar makkarónukökur
1dl möndluflögur
2 dl grófar kókosflögur

Blandið saman og setjið í form

fylling:

1 dós KEA vanilluskyr
1 peli rjómi eða rúmlega það –  léttþeyttur
120 g saxað dökkt súkkulaði (appelsínu, möndlu eða annað gott)
2 msk sérrý (eða rúmlega það)

Öllu blandað saman og sett yfir botninn. Skreytið með jarðaberjum.

Skyrterta
Skyrterta Maríu
Skyrterta
Viðar, Albert, Bertþór, María, Jóhann, Jóhann, Garðar Thór og Gissur Páll

.

SÆTABRAUÐSDRENGIRNIRNESKAUPSTAÐURMARÍA GUÐJÓNSSKYRTERTUR

— SKYRTERTA MARÍU —

.

 

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Íslensk jarðarber – það jafnast ekkert á við þau

Íslensk jarðarber. Það jafnast ekkert á við fersk íslensk jarðarber, þau eru sæt, falleg og bragðmikil. Eftir að hafa skoðað Garðyrkjustöðina Silfurtún á Flúðum (sem framleiða Silfurber) lýsi ég því hér með yfir að ég mun alltaf velja þau fram yfir hin innfluttu. Mun hvorki sjá jarðarberin í Costco né annarsstaðar komist ég hjá því. Ekkert skordýraeitur er notað við framleiðsluna á Silfurtúni. Auk þess sem sem þau taka sér ekki far með flugvélum þúsundir kílómetra.  Hægt er að fá fersk jarðarber frá fjölskyldunni á Silfurtúni svo að segja allt árið.

Berg og Þula á Dalvík

Berg og Þula IMG_4278

Þula, café - bistro. Á Dalvík er hið glæsilega Menningarhús Berg. Þar reka heiðurshjónin Gréta og Júlíus veitingastaðinn Berg. Júlli kallar ekki allt ömmu sína, ætli megi ekki segja að hann sé Dalvíkurkonungurinn (allavega prinsinn). Júlli kom Fiskideginum mikla á fót ásamt fleirum. Hann drífur hlutina áfram á jákvæðan hátt með sína góðu konu sér við hlið. Hef sagt það áður og segi enn að það ætti að vera a.m.k. einn Júlli Júll í hverjum bæ.