Tómatasalat
Hjónin Gissur Páll og Sigrún eru bæði tvö framúrskarandi listakokkar. Hjónakornin bjuggu í nokkur ár á Ítalíu við nám, leik og eldamennsku. Þetta tómatasalat er í miklu uppáhaldi á heimili þeirra. Hins vegar nota þau sitt hvora aðferðina við það… Aðferðirnar fylgja báðar með hér að neðan. Salatið var borið fram með ítölskum sítrónukjúklingi í frækinni söngför um Austfirði.
.
— TÓMATAR — SALÖT — ÍTALÍA — GISSUR PÁLL —
.
Tómatasalat
10 vel þroskaðir tómatar
1 askja litlir tómatar
1 hvítlauksrif, saxað mjög smátt
3 msk góð olía
salt (Saltverk eða Maldon)
Aðferð Gissurar Páls: Skerið tómata í sneiðar og raðið á fat. Stráið hvítlauk yfir ásamt olíu og salti. Látið standa við stofuhita í 2-3 klst.
Aðferð Sigrúnar: Saxið hvítlaukinn smátt og hitið í olíunni í nokkrar mínútur. Ath. að hitinn á olíunni má alls ekki vera mikill. Hellið olíunni yfir tómatana og saltið. Látið standa við stofuhita í 2-3 klst.
.
— TÓMATAR — SALÖT — ÍTALÍA — GISSUR PÁLL —
.