KIZIR – tyrkneskt salat

   KIZIR - tyrkneskt salat tyrkland búlgur

KIZIR – tyrkneskt salat. Maður er nefndur Gunnar, hann er náfrændi minn, býr og starfar í Tyrklandi og er mikill mataráhugamaður. Hann tók vel í að deila hér tyrkneskri uppskrift. En hvernig kom Tyrknesk matarmenning þeim fyrir sjónir?

„Þegar við komum til Tyrklands vorum við ekki búinn að spá neitt í við hverju væri að búast þegar kæmi að mat. Vissum náttúrulega að það væri ekki hægt að fá svínakjöt en fyrir mér hefur það ekki komið að sök nema annars lagið væri maður til í beikonsneið. Tyrkirnir borða þ.a.l mikið af kjúklingi, lambakjöti og nautakjöti. Í raun er þetta ekki svo frábrugðið, virðist vera hægt að fá að mestu leyti það sama og heima.

Þeir nota töluvert af jógúrt, hún hefur komið vel út fyrir okkur í „grillsósugerð“ þar sem gengur erfiðlega að finna sýrðan rjóma.

Smjör og ostur er hinsvegar eitthvað sem ekki hefur gengið vel að finna, þ.e réttu tegundina. Því er slegið um sig annars lagið og keypt smjör þar sem askjan kostar um 1000 krónur íslenskar. Hina dagana er notast við „ódýrt“ smjör og bætt við salti.

Gaman er að versla hér ferskar vörur eins og krydd, ávexti og grænmeti. Þá ber sérstaklega að nefna melónur en þær eru seldar meðal annars af götusölumönnum á hverju götuhorni. Konan burðaðist heim með eina 14 kílóa um daginn fyrir krakkana, þó var sú melóna ekki sú stærsta hjá þeim götusala.

KIZIR – tyrkneskt salat

2 b fínar búlgur

2 b sjóðandi vatn

½ b ólífuolía

1 msk chili pipar puré

1 msk tómatpuré

safi úr einni lítilli sítrónu

1 stk chili pipar flögur

½ búnt vorlaukur

ca ½ búnt steinselja

minta ca. 20 lauf

2 litlar agúrkur(skóla agúrkur)

3 tómatar

nokkur lauf af káli.

Setjið búlgur í skál og hellið sjóðandi vatni yfir. Blandið ólífuolíunni, sítrónusafanum, chili puré og tómat puré saman við. Hrærið þessu vel saman og svo látið standa í ca klukkutíma við stofuhita.

Skerið vorlaukurinn, agúrkurnar og tómatana í fina bita, rífið kálið er rifið niður í frekar litlar einingar. Saxið mintuna og steinseljuna frekar fínt. Bætið öllu hráefninu er út í og blandið vel saman, saltið og piprið eftir smekk.

Mér skilst að engin geri þetta salat á sama hátt. Eins og sönn Tyrknesk húsmóðir þá setti ég minn svip á þetta salat og þótt ég segi sjálfur frá þá bragðast þetta alveg svakalega vel 🙂

Kizir Kizir

 

Kizir

Alexandra 5 ára, Bjarni Hans 4 ára og Victoría 7 ára á útimarkaði í Tyrklandi

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Vöfflur – klassísk uppskrift úr bókinni Við matreiðum

Vöfflur. Fátt er dásamlegra en ilmur af nýbökuðum vöfflum. Það er einhver óútskýrð hlýja sem fylgir þeim. Hér er uppskrif úr hinni ágætu bók Við matreiðum, bók sem ég eignaðist fyrir 35 árum og fletti reglulega upp í. Við matreiðum er hin fínasta bók, hún kom fyrst út árið 1976 og nýlega kom sjötta útgáfan út.

Peruterta, þessi gamla góða

20160830_152036

Peruterta. Í minningunni voru perutertur í öllum barnaafmælum og flestum fermingarveislum í mínu ungdæmi. Botnarnar voru mjúkir og gegnblautir. Þegar ég sá á fasbókinni að Borghildur Jóna var að baka eina slíka fyrir afmæli sonar síns, fékk ég fortíðarþráhyggjukast og bað hana um mynd og uppskrift. Ég bara stóðst ekki mátið.

Hjónabandssæla

Hjónabandssæla

Mjúk og góð hjónabandssæla er góð með kaffinu. Stundum verða hjónabandssælur seigar, kannski vegna þess að þær eru bakaðar of lengi. En eflaust líkar einhverjum að hafa þær seigar.