Tómatpasta með ansjósum

Tómatpasta með ansjósum
Tómatpasta með ansjósum

Tómatpasta með ansjósum. Þessi réttur kemur frá Braga í gegnum Jamie Oliver og mun vera matur fátækra í Palermó á Sikiley. Það má nota tagliatelle eða spaghetti. Frábær réttur og rúsínurnar og furuhneturnar setja punktinn yfir i-ið

Tómatpasta með ansjósum

6 msk ólífuolía

4 hvítlauksgeirar, afhýddir og saxaðir

2 hnefafylli af furuhneturm

1 hnefafylli af rúsínum

12 ansjósuflök (ein dós)

3 kúfaðar matskeiðar af tómatpurée

1 glas af hvítvíni

100 g brauðmylsna

455 g pasta

Hitið olíuna á pönnu og léttsteikið hvítlaukinn. bætið þá við furuhnetum, rúsínum og ansjósum og steikið áfram í 2-3 mín eða þangað til ansjósurnar hafa bráðnað. Bætið við tómatpuré og hvítvíni og blandið vel. Lækkið hitann og sjóðið áfram í um 3 mín.  Sósan á að vera nokkuð þykk en ef hún verður of þykk má setja í hana vatn. Brúnið brauðraspið á annarri pönnu í smá olíu. Raspið á að vera stökkt og gyllt. Látið kólna á meðan pastað sýður samkvæmt leiðbeiningunum á pakkningunni. Hellið því á sigti og blandið saman við sósuna á pönnunni, stráið brauðraspinu yfir.

FLEIRI PASTARÉTTIR

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Downton Abbey sítrónukjúklingur

DowntonAbbey SítrónukjúklingurSítrónukjúklingur IMG_1451

Downton Abbey sítrónukjúklingur. Það kemur kannski ekki svo á óvart að til eru nokkrar matreiðslubækur með réttum úr hinum stórgóðu þáttum Downton Abbey. Hér á bæ er búið að liggja yfir uppskriftum úr þáttunum og prófa fjölmargar.

Sólrúnarbrauð – besta brauðið

Sólrúnarbrauð - Besta brauðið. Sólrún sú hin sama og bakaði Hommabrauðið góða bakaði einnig annað lyftiduftsbrauð fyrir okkur sem hún kallar besta brauðið en mér finnst ekki síður að kalla það Sólrúnarbrauð. Eins og sjá má í uppskriftinni er auðvelt að breyta í glútenlaust brauð