Döðlukæfa
Árið 1916 kom út Matreiðslubók -leiðbeiningar handa almenningi eftir Fjólu Stefáns forstöðukonu Húsmæðraskólans Óskar á Ísafirði. Þetta er hin besta bók en eins og gengur með matreiðslubækur þá eldist hún ekkert sérstaklega vel. Uppskriftin af döðlukæfunni birtist hér eins og hún er í bókinni. Fjóla þessi er með fjölmörg húsráð í bókinni. Þannig varar hún við of miklu bruðli í innkaupum til heimilisins og margt fleira er þar gagnlegt/skemmtilegt. M.a. þetta góða húsráð:
Í staðinn fyrir kaffi og te ætti að drekka mjólk, þar sem nóg er af henni. Þó er ekki gott að þamba tóma nýmjólk, hún hleypur í maganum í stóra osta og er þá tormelt.
.
.
— DÖÐLUR — KÆFA — FJÓLA STEFÁNS — HÚSMÆÐRASKÓLAR — ÍSAFJÖRÐUR — HÚSMÆÐRASKÓLINN ÓSK — MATREIÐSLUBÆKUR — RABARBARI —
.
Döðlukæfa
500 g döðlur
500 g rabarbari.
Döðlurnar eru þvegnar, steinarnir teknir úr og þær settar í pott ásamt sundurskornum, hreinum rabarbara. Örlitlu af vatni helt við og við út í og þetta soðið þangað til það er orðið að einum graut. Þá er því helt upp í krukku og haft sem ofanálag á brauð með köldum mat.
.
— DÖÐLUR — KÆFA — FJÓLA STEFÁNS — HÚSMÆÐRASKÓLAR — ÍSAFJÖRÐUR — HÚSMÆÐRASKÓLINN ÓSK — MATREIÐSLUBÆKUR — RABARBARI —
.