Döðlukæfa

 -- DÖÐLUR -- KÆFA -- FJÓLA STEFÁNS -- HÚSMÆÐRASKÓLAR -- ÍSAFJÖRÐUR -- HÚSMÆÐRASKÓLINN ÓSK -- MATREIÐSLUBÆKUR -- RABARBARI -- DÖÐLUKÆFA FJÓLA STEFÁNS ÍSAFJÖRÐUR Dodlukaefa ólafur bragason Árið 1916 kom út Matreiðslubók -leiðbeiningar handa almenningi eftir Fjólu Stefáns fjóla
Döðlukæfa

Döðlukæfa

Árið 1916 kom út Matreiðslubók -leiðbeiningar handa almenningi eftir Fjólu Stefáns forstöðukonu Húsmæðraskólans Óskar á Ísafirði. Þetta er hin besta bók en eins og gengur með matreiðslubækur þá eldist hún ekkert sérstaklega vel. Uppskriftin af döðlukæfunni birtist hér eins og hún er í bókinni. Fjóla þessi er með fjölmörg húsráð í bókinni. Þannig varar hún við of miklu bruðli í innkaupum til heimilisins og margt fleira er þar gagnlegt/skemmtilegt. M.a. þetta góða húsráð:
 Í staðinn fyrir kaffi og te ætti að drekka mjólk, þar sem nóg er af henni. Þó er ekki gott að þamba tóma nýmjólk, hún hleypur í maganum í stóra osta og er þá tormelt.

.

.

DÖÐLURKÆFAFJÓLA STEFÁNSHÚSMÆÐRASKÓLARÍSAFJÖRÐURHÚSMÆÐRASKÓLINN ÓSKMATREIÐSLUBÆKURRABARBARI

.

Döðlukæfa

500 g döðlur

500 g rabarbari.

Döðlurnar eru þvegnar, steinarnir teknir úr og þær settar í pott ásamt sundurskornum, hreinum rabarbara. Örlitlu af vatni helt við og við út í og þetta soðið þangað til það er orðið að einum graut. Þá er því helt upp í krukku og haft sem ofanálag á brauð með köldum mat.

Dodlukaefa
Ólafur aðstoðaði í eldhúsinu og duglegur að smakka

.

DÖÐLURKÆFAFJÓLA STEFÁNSHÚSMÆÐRASKÓLARÍSAFJÖRÐURHÚSMÆÐRASKÓLINN ÓSKMATREIÐSLUBÆKURRABARBARI

.

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Vöfflur – klassísk uppskrift úr bókinni Við matreiðum

Vöfflur. Fátt er dásamlegra en ilmur af nýbökuðum vöfflum. Það er einhver óútskýrð hlýja sem fylgir þeim. Hér er uppskrif úr hinni ágætu bók Við matreiðum, bók sem ég eignaðist fyrir 35 árum og fletti reglulega upp í. Við matreiðum er hin fínasta bók, hún kom fyrst út árið 1976 og nýlega kom sjötta útgáfan út.

Peruterta, þessi gamla góða

20160830_152036

Peruterta. Í minningunni voru perutertur í öllum barnaafmælum og flestum fermingarveislum í mínu ungdæmi. Botnarnar voru mjúkir og gegnblautir. Þegar ég sá á fasbókinni að Borghildur Jóna var að baka eina slíka fyrir afmæli sonar síns, fékk ég fortíðarþráhyggjukast og bað hana um mynd og uppskrift. Ég bara stóðst ekki mátið.

Hjónabandssæla

Hjónabandssæla

Mjúk og góð hjónabandssæla er góð með kaffinu. Stundum verða hjónabandssælur seigar, kannski vegna þess að þær eru bakaðar of lengi. En eflaust líkar einhverjum að hafa þær seigar.