Skelfiskmarkaðurinn

Skelfiskmarkaðurinn er rúmgóður og skiptist í nokkur rými, svo að hann er mjög notalegur, fallega hannaður og „grand“, lýsingin ljúf. Allt svo vandað og klassískt, spegillinn augnayndi. Frá hluta staðarins sést inn í eldhús og án þess að það sé truflandi, verður manni litið þangað inn, en þar er áberandi snyrtilegt. Fínar litabækur komu strax fyrir börnin. Uppvaskarar fá sjaldan hrós, en það er ástæða til að nefna hve allt var fallega hreint og gljáði á glösin.

Jólamatseðillinn samanstendur af blönduðum forréttaturni, Wellington nautalund og jóla-ostaköku.

Þjónustan á Skelfiskmarkaðnum er fagleg og hlýleg, þjónafötin voru stórbláköflótt, fallega hönnuð og smekkleg

Seðillinn á Skelfiskmarkaðnum er mjög fjölbreyttur, og við brögðuðum allnokkra rétti.

Stökkur og bragðgóður smokkfiskurinn Calamare með remúlaði. Macmurray Pinot noir hrikalega gott með smokkfiski og Poully-Fuissé frá Chanson 2015

Rækjukokteill með þúsundeyjasósu, sannkallaðar lúxusrækjur á ísmolum með brakandi salatblöðum

Nautatartar með lynghænueggi, ferskt, fallegt og ljúffengt. Dijon og laukur. Með þessu var borið fram Létt pinot noir

Seitan er deig úr glúteini með kartöflum og brokkolí

Hrossasteik elduð rare, piparsósa og sveppir og borið fram með fr La Grola frá Allegrini 2015

Bleikja með pestó, parmesan og heslihnetum. Með henni var borið fram létt og leikandi Rósavín.

Ávextir og cherry ís með möndlum undir

Vanilluís og döðlustykki

Jólaostakaka, ber flórsykur og karamella og jólaglögg, rauðvín, brandy karamella og appelsína

Albert Eiríksson. Myndir: Bragi Bergþórsson

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Hummus – heimalagaður hummús er mjög góður

Hummus

Hummús. Fátt er betra ofan á (pítu)brauð og kex en hummus, sérstaklega fyrir þá sem elska hvítlauk. Oftar en ekki nota ég mun meira af hvítlauk en stendur í uppskriftinni. Ágætt er að hafa í huga að hummmús geymist ekkert sérstaklega vel, því er betra að útbúa minna magn í einu.

Súpa með sætum kartöflum og rauðrófum

Súpa með sætum kartöflum og rauðrófum. Mikið óskaplega eru rauðrófur góðar. Í gamla daga lét maður þessar niðursoðnu frá Ora sér vel líka á jólunum, að vísu sauð móðir mín stundum niður rauðrófur fyrir jólin ef við systkinin (aðallega ég) suðuðum í henni.... En nú er öldin önnur, hægt að fá rauðrófur allan ársins hring og þær eru ekki aðeins látnar á borðið niðursoðnar eins og var. Eflaust er gott að setja eins og eina matskeið af sýrðum rjóma á hvern súpudisk.

Stór eða lítil eyru?

Eyru

Stór eða lítil eyru? Þegar búið er að virða fyrir sér líkamann í heild, er oft fróðlegt að athuga eyrun. Menn með stór eyru eru oft gefnir fyrir grænmeti og fyrirferðamikinn mat. Smáeyrður maður vill oftast heldur kjöt og aðra kjarnmikla fæðu.

Bláberjaterta – blátt áfram stórfín

blaberjaterta

Bláberjaterta. Bláber eru andoxunarrík, draga úr bólgum, eru fjörefnarík og bragðgóð - borðum mikið af bláberjum. Ef þið notið frosin ber í kökuna er ágætt að láta þau þiðna að mestu áður en þeim er blandað saman við með sleif.