Skelfiskmarkaðurinn

Skelfiskmarkaðurinn er rúmgóður og skiptist í nokkur rými, svo að hann er mjög notalegur, fallega hannaður og „grand“, lýsingin ljúf. Allt svo vandað og klassískt, spegillinn augnayndi. Frá hluta staðarins sést inn í eldhús og án þess að það sé truflandi, verður manni litið þangað inn, en þar er áberandi snyrtilegt. Fínar litabækur komu strax fyrir börnin. Uppvaskarar fá sjaldan hrós, en það er ástæða til að nefna hve allt var fallega hreint og gljáði á glösin.

Jólamatseðillinn samanstendur af blönduðum forréttaturni, Wellington nautalund og jóla-ostaköku.

Þjónustan á Skelfiskmarkaðnum er fagleg og hlýleg, þjónafötin voru stórbláköflótt, fallega hönnuð og smekkleg

Seðillinn á Skelfiskmarkaðnum er mjög fjölbreyttur, og við brögðuðum allnokkra rétti.

Stökkur og bragðgóður smokkfiskurinn Calamare með remúlaði. Macmurray Pinot noir hrikalega gott með smokkfiski og Poully-Fuissé frá Chanson 2015

Rækjukokteill með þúsundeyjasósu, sannkallaðar lúxusrækjur á ísmolum með brakandi salatblöðum

Nautatartar með lynghænueggi, ferskt, fallegt og ljúffengt. Dijon og laukur. Með þessu var borið fram Létt pinot noir

Seitan er deig úr glúteini með kartöflum og brokkolí

Hrossasteik elduð rare, piparsósa og sveppir og borið fram með fr La Grola frá Allegrini 2015

Bleikja með pestó, parmesan og heslihnetum. Með henni var borið fram létt og leikandi Rósavín.

Ávextir og cherry ís með möndlum undir

Vanilluís og döðlustykki

Jólaostakaka, ber flórsykur og karamella og jólaglögg, rauðvín, brandy karamella og appelsína

Albert Eiríksson. Myndir: Bragi Bergþórsson

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Lasagna með ricotta- og spínathjúp – fullkomið fjörefnafóður

Lasagna með ricotta- og spínathjúp.

Lasagna með ricotta- og spínathjúp. Borðum meira grænmeti! Það mælir allt með aukinni grænmetisneyslu. Grænmetisréttir eru auðveldir, fallegir og oft á tíðum ódýrir. Svo þarf nú varla að taka fram lengur hve hollt grænmetið er -  .

Bláberjarúlluterta með marsípani og rommsúkkulaði

Bláberjarúlluterta með marsípani og rommsúkkulaði. Björk bauð í síðdegiskaffi á sunnudaginn. Mikið væri gaman ef sunnudagskaffiboð fengju aftur sinn sess í lífi fólks. Það er undurljúft að sitja með góðum vinum og drekka kaffi og spjalla um það sem fólki liggur á hjarta.

Bankabyggsalat með pestói og sólþurrkuðum tómötum

Bankabyggsalat. Það er gráupplagt að nota bankabygg í salat. Sólrún riggaði upp fjölbreyttu hlaðborði um daginn, þar var m.a. boðið upp á þetta undursamlega góða salat. Eins og oft áður hjá henni átum við yfir okkur....

Ostasalat og vefjur hjá handverkskonum í Stykkishólmi

Ostasalat og vefjur hjá handverkskonum í Stykkishólmi. Hópur harðduglegra kvenna hefur komið saman í tvo áratugi og útbúið handverk í Stykkishólmi. Afraksturinn selja þær í Gallerýi Lunda í bænum. Við Bergþór drukkum með þeim kaffi á dögumum og fengum í kaupbæti uppskriftir af ostasalati og þessum undurgóðu vefjum.