Skelfiskmarkaðurinn

Skelfiskmarkaðurinn er rúmgóður og skiptist í nokkur rými, svo að hann er mjög notalegur, fallega hannaður og „grand“, lýsingin ljúf. Allt svo vandað og klassískt, spegillinn augnayndi. Frá hluta staðarins sést inn í eldhús og án þess að það sé truflandi, verður manni litið þangað inn, en þar er áberandi snyrtilegt. Fínar litabækur komu strax fyrir börnin. Uppvaskarar fá sjaldan hrós, en það er ástæða til að nefna hve allt var fallega hreint og gljáði á glösin.

Jólamatseðillinn samanstendur af blönduðum forréttaturni, Wellington nautalund og jóla-ostaköku.

Þjónustan á Skelfiskmarkaðnum er fagleg og hlýleg, þjónafötin voru stórbláköflótt, fallega hönnuð og smekkleg

Seðillinn á Skelfiskmarkaðnum er mjög fjölbreyttur, og við brögðuðum allnokkra rétti.

Stökkur og bragðgóður smokkfiskurinn Calamare með remúlaði. Macmurray Pinot noir hrikalega gott með smokkfiski og Poully-Fuissé frá Chanson 2015

Rækjukokteill með þúsundeyjasósu, sannkallaðar lúxusrækjur á ísmolum með brakandi salatblöðum

Nautatartar með lynghænueggi, ferskt, fallegt og ljúffengt. Dijon og laukur. Með þessu var borið fram Létt pinot noir

Seitan er deig úr glúteini með kartöflum og brokkolí

Hrossasteik elduð rare, piparsósa og sveppir og borið fram með fr La Grola frá Allegrini 2015

Bleikja með pestó, parmesan og heslihnetum. Með henni var borið fram létt og leikandi Rósavín.

Ávextir og cherry ís með möndlum undir

Vanilluís og döðlustykki

Jólaostakaka, ber flórsykur og karamella og jólaglögg, rauðvín, brandy karamella og appelsína

Albert Eiríksson. Myndir: Bragi Bergþórsson

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Vöfflur – klassísk uppskrift úr bókinni Við matreiðum

Vöfflur. Fátt er dásamlegra en ilmur af nýbökuðum vöfflum. Það er einhver óútskýrð hlýja sem fylgir þeim. Hér er uppskrif úr hinni ágætu bók Við matreiðum, bók sem ég eignaðist fyrir 35 árum og fletti reglulega upp í. Við matreiðum er hin fínasta bók, hún kom fyrst út árið 1976 og nýlega kom sjötta útgáfan út.

Peruterta, þessi gamla góða

20160830_152036

Peruterta. Í minningunni voru perutertur í öllum barnaafmælum og flestum fermingarveislum í mínu ungdæmi. Botnarnar voru mjúkir og gegnblautir. Þegar ég sá á fasbókinni að Borghildur Jóna var að baka eina slíka fyrir afmæli sonar síns, fékk ég fortíðarþráhyggjukast og bað hana um mynd og uppskrift. Ég bara stóðst ekki mátið.

Hjónabandssæla

Hjónabandssæla

Mjúk og góð hjónabandssæla er góð með kaffinu. Stundum verða hjónabandssælur seigar, kannski vegna þess að þær eru bakaðar of lengi. En eflaust líkar einhverjum að hafa þær seigar.