Diddú kenndi mér um árið að útbúa risottó og sagði mér af ítölskum húsmæðrum sem eiga margar hverjar sínar prívat uppskriftir. Eitt það mikilvægasta er að það á að taka langan tíma að útbúa rísottóið og svo er atriði að nota trésleif sem skefur upp af botninum svo ekki brenni við. Á dögunum bauð hún samkennurum sínum heim og galdraði fram hvern réttinn á fætur öðrum.
Risottó með sveppum
Arborio grjón
fennel
gulrætur
shallott laukar
sveppir
olía
hvítvín
gott sveppasoð (eða grænmetissoð)
Grænmetið skorið og steikt uppúr olíu. Saltað með himalayasalti og góðum pipar. Sett til hliðar meðan grjónin eru hituð uppúr olíu smá stund. Grænmetinu bætt útí og soði hellt á pönnuna eða í pottinn þar til flýtur yfir gumsið. Látið sjóða við ekki of mikinn hita þar til vökvinn er uppurinn, þá er hvítvíninu hellt útá og aftur látið gufa upp. Svo er soði bætt útí smátt og smátt þar til grjónin eru orðin “al dente”
Linsubauna og bóghveiti salat – stútfullt af hollustu. Nathalía Druzin Halldórsdóttir söngkona og starfsmaður Íslensku óperunnar var í óðaönn að undirbúa frumsýningu Mannsraddarinnar þegar ég rak inn nefið á dögunum. Auðvitað var hún til í að gefa uppskrift af þessu bragðgóða og holla salati. Aðspurð hvort salatið ætti sér einhverja sögu svaraði hún „Í raun bara þá að auka inntöku á baunum og síðan hef ég alltaf verið mjög hrifin af bóghveitigrjónum þ.a saman er þetta snilld ef maður vill hugsa um heilsuna 🙂
Bóghveiti gefur mikið magnsium í kroppinn"
Brúskettur með tómat og basil. Sigurlaug Margrét Jónasdóttir hélt matarboð á dögunum, hún er gestgjafi af guðs náð. Ekki aðeins er hún snilldarkokkur, heldur verður andrúmsloftið létt og frjálslegt í kringum hana, þar sem allt virðist auðvelt og flest verður tilefni húmors og gjallandi hláturs.