Risottó með sveppum

Risotto Risottó með sveppum rísottó svepparisottó Diddú Sigrún hjálmtýsdóttir
Risottó með sveppum

Risottó með sveppum

Diddú kenndi mér um árið að útbúa risottó og sagði mér af ítölskum húsmæðrum sem eiga margar hverjar sínar prívat uppskriftir. Eitt það mikilvægasta er að það á að taka langan tíma að útbúa rísottóið og svo er atriði að nota trésleif sem skefur upp af botninum svo ekki brenni við. Á dögunum bauð hún samkennurum sínum heim og galdraði fram hvern réttinn á fætur öðrum.

Risottó með sveppum

Arborio grjón

fennel

gulrætur

shallott laukar

sveppir

olía

hvítvín

gott sveppasoð (eða grænmetissoð)

Grænmetið skorið og steikt uppúr olíu. Saltað með himalayasalti og góðum pipar. Sett til hliðar meðan grjónin eru hituð uppúr olíu smá stund. Grænmetinu bætt útí og soði hellt á pönnuna eða í pottinn þar til flýtur yfir gumsið. Látið sjóða við ekki of mikinn hita þar til vökvinn er uppurinn, þá er hvítvíninu hellt útá og aftur látið gufa upp. Svo er soði bætt útí smátt og smátt þar til grjónin eru orðin “al dente”
Sett í skál og parmasan ostaflögum stráð yfir.
risotto
Auglýsing

Meira úr sama flokki

Vöfflur – klassísk uppskrift úr bókinni Við matreiðum

Vöfflur. Fátt er dásamlegra en ilmur af nýbökuðum vöfflum. Það er einhver óútskýrð hlýja sem fylgir þeim. Hér er uppskrif úr hinni ágætu bók Við matreiðum, bók sem ég eignaðist fyrir 35 árum og fletti reglulega upp í. Við matreiðum er hin fínasta bók, hún kom fyrst út árið 1976 og nýlega kom sjötta útgáfan út.

Peruterta, þessi gamla góða

20160830_152036

Peruterta. Í minningunni voru perutertur í öllum barnaafmælum og flestum fermingarveislum í mínu ungdæmi. Botnarnar voru mjúkir og gegnblautir. Þegar ég sá á fasbókinni að Borghildur Jóna var að baka eina slíka fyrir afmæli sonar síns, fékk ég fortíðarþráhyggjukast og bað hana um mynd og uppskrift. Ég bara stóðst ekki mátið.

Hjónabandssæla

Hjónabandssæla

Mjúk og góð hjónabandssæla er góð með kaffinu. Stundum verða hjónabandssælur seigar, kannski vegna þess að þær eru bakaðar of lengi. En eflaust líkar einhverjum að hafa þær seigar.