Auglýsing
Risotto Risottó með sveppum rísottó svepparisottó Diddú Sigrún hjálmtýsdóttir
Risottó með sveppum

Risottó með sveppum

Diddú kenndi mér um árið að útbúa risottó og sagði mér af ítölskum húsmæðrum sem eiga margar hverjar sínar prívat uppskriftir. Eitt það mikilvægasta er að það á að taka langan tíma að útbúa rísottóið og svo er atriði að nota trésleif sem skefur upp af botninum svo ekki brenni við. Á dögunum bauð hún samkennurum sínum heim og galdraði fram hvern réttinn á fætur öðrum.

Risottó með sveppum

Arborio grjón

fennel

gulrætur

Auglýsing

shallott laukar

sveppir

olía

hvítvín

gott sveppasoð (eða grænmetissoð)

Grænmetið skorið og steikt uppúr olíu. Saltað með himalayasalti og góðum pipar. Sett til hliðar meðan grjónin eru hituð uppúr olíu smá stund. Grænmetinu bætt útí og soði hellt á pönnuna eða í pottinn þar til flýtur yfir gumsið. Látið sjóða við ekki of mikinn hita þar til vökvinn er uppurinn, þá er hvítvíninu hellt útá og aftur látið gufa upp. Svo er soði bætt útí smátt og smátt þar til grjónin eru orðin “al dente”
Sett í skál og parmasan ostaflögum stráð yfir.
risotto