Gulrótasalat með mintu
Það gleður mig meira ég get komið í orð þegar fólk finnur eitthvað annað til að selja í fjáröflun en rækjur og klósettpappír… Þannig missti ég mig um daginn og keypti gulrætur til styrktar, ja einhverju sem ég man ekki lengur hvað var. En gildir einu, þær voru nýuppteknar og glimrandi fínar, safaríkar og bragðgóðar.
— GULRÆTUR — SALÖT — MINTA — GULRÓTASALÖT —
Gulrótasalat með mintu
um 500 g gulrætur, rifnar
1/3 dl rúsínur
2 lítil avokadó, skorið í bita
2 msk minta
safi úr einni sítrónu
2 msk góð olía
1 msk vatn
salt og pipar
Blandið saman rifnum gulrótum, rúsínum avókadó og mintu. Setjið saman í krukku sítrónusafa, olíu vatni, salt og pipar og blandið vel saman. Hellið yfir salatið og látið standa í um klst.
— GULRÆTUR — SALÖT — MINTA — GULRÓTASALÖT —