Gulrótasalat með mintu

Gulrótasalat með mintu gulrætur rifnar avókadó minta salat
Gulrótasalat með mintu

Gulrótasalat með mintu

Það gleður mig meira ég get komið í orð þegar fólk finnur eitthvað annað til að selja í fjáröflun en rækjur og klósettpappír… Þannig missti ég mig um daginn og keypti gulrætur til styrktar, ja einhverju sem ég man ekki lengur hvað var. En gildir einu, þær voru nýuppteknar og glimrandi fínar, safaríkar og bragðgóðar.

GULRÆTURSALÖTMINTAGULRÓTASALÖT

🥕

Gulrótasalat með mintu

um 500 g gulrætur, rifnar

1/3 dl rúsínur

2 lítil avokadó, skorið í bita

2 msk minta

safi úr einni sítrónu

2 msk góð olía

1 msk vatn

salt og pipar

Blandið saman rifnum gulrótum, rúsínum avókadó og mintu. Setjið saman í krukku sítrónusafa, olíu vatni, salt og pipar og blandið vel saman. Hellið yfir salatið og látið standa í um klst.

🥕

GULRÆTURSALÖTMINTAGULRÓTASALÖT

🥕

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Hótel Húsafell – þjóðlegur og alþjóðlegur veitingastaður í toppklassa

Hótel Húsafell Hótel Húsafell

Hótel Húsafell. Í senn þjóðlegur og alþjóðlegur veitingastaður í toppklassa, enda fær hann eina hæstu einkunn sem íslenskur staður fær á Trip Advisor.  Í notalegum veitingasalnum fengum við sex rétta sælkeraveislumáltíð sem hefði getað sómt sér á hvaða glæsiveitingastað heimsins. Fallegir og ólíkir matardiskar glöddu augað. Aðal atriðið og það sem toppar allt er maturinn. Sambland af alþjóðlegum veitingum en samt er svo stutt í íslenska tengingu.

Beta Reynis næringarfræðingur og matardagbók Alberts

Beta Reynis næringarfræðingur og matardagbók Alberts. Um daginn fór ég á fund Elísabetar Reynisdóttur næringarfræðings og vildi athuga hvort ekki væri hægt að rýna í mataræðið. Ekki þannig að neitt sérstakt væri að hrjá mig, síður en svo, ég vildi frekar kortleggja stöðuna og sjá hvað Elísabet læsi út úr henni með það fyrir augum að gera betur og lifa betur og líða enn betur. Á fasbókinni koma við og við myndbönd fyrir og eftir heimsóknir til Betu. Fyrsta skrefið eftir okkar fyrsta hitting var að halda matardagbók. Eftir síðasta fund okkar þá hvatti Elísabet mig til að birta matardagbókina

SaveSave

SaveSave

SaveSave

SaveSave

SaveSave

SaveSave

Kryddbrauð sem endaði eins og limur

Kryddbrauð sem endaði eins og limur. Kökur geta tekið á sig hin ólíklegustu form við bakstur. Kona ein var að baka kryddbrauð á dögunum með þessum árangri. Hún fór með kökuna í vinnuna og vakti hún þar mikla kátínu.

Fyrri færsla
Næsta færsla