
Kínóaborgarar
Eins og kunnugt er hægt að gera hamborgara úr fleiru en hakki. þannig eru borgarar úr baunum hið mesta hnossgæti. Með því að nota glúteinlaust haframjöl verða þessir kínóaborgar glúteinlausir. Hamborgararnir voru bornir fram með ofnsteiktum sætum frönskum kartöflum og bragðaðist einstaklega vel saman.
.
Kínóaborgarar
1 b vatn
1/2 b kínóa
1-2 msk góð olía
1 laukur, saxaður
2 b fínt saxaðir sveppir
1-2 hvítlauksrif, marið
1 tsk majoram
1 msk oreganó
1 egg
2/3 b rifinn cheddar ostur
1/2 b pekanhnetur, saxaðar
1 tsk hörfræ
1/3 b haframjöl
1 msk soyasósa
salt og pipar
8 hamborgarabrauð, grænt, salat, súrar gúrkur og annað til að setja á milli í hamborgara.
Sjóðið kínóa í vatninu í 15 mín, látið standa í pottinum með lokið á í um 5 mín. Takið þá lokið af og hrærið í með gaffli, látið kólna lítið eitt.
Léttsteikið laukinn, hvítlauk og sveppi í olíu á pönnu, bætið kryddum við. Takið af hellunni og látið kólna aðeins.
Brjótið egg í skál, bætið við sveppablöndunni, osti, hnetum, hörfræjum, haframjöli, soyasósu og blandið vel saman. Saltið og piprið að vild. Mótið úr þessu átta hamborgara, setjið þá á bökunarpappír og bakið í um 25 mín við 170°.
Hitið hamborgarabrauð, setjið grænmeti á milli, þá kínóaborgara, tómata, gúrkur og sósu.
.
.