Kínóaborgarar

Kinoaborgari Kínóaborgarar. BORGARI HAMBORGARI HAMBORGARI Eins og kunnugt er hægt að gera hamborgara úr fleiru en hakki. þannig eru borgarar úr baunum hið mesta hnossgæti. Með því að nota glúteinlaust haframjöl verða þessir kínóaborgar glúteinlausir. Hamborgararnir voru bornir fram með ofnsteiktum sætum frönskum kartöflum og bragðaðist einstaklega vel saman.
Kínóaborgari

Kínóaborgarar

Eins og kunnugt er hægt að gera hamborgara úr fleiru en hakki. þannig eru borgarar úr baunum hið mesta hnossgæti. Með því að nota glúteinlaust haframjöl verða þessir kínóaborgar glúteinlausir. Hamborgararnir voru bornir fram með ofnsteiktum sætum frönskum kartöflum og bragðaðist einstaklega vel saman.

KÍNÓABORGARAR

.

Kínóaborgarar

1 b vatn
1/2 b kínóa
1-2 msk góð olía
1 laukur, saxaður
2 b fínt saxaðir sveppir
1-2 hvítlauksrif, marið
1 tsk majoram
1 msk oreganó
1 egg
2/3 b rifinn cheddar ostur
1/2 b pekanhnetur, saxaðar
1 tsk hörfræ
1/3 b haframjöl
1 msk soyasósa
salt og pipar

8 hamborgarabrauð, grænt, salat, súrar gúrkur og annað til að setja á milli í hamborgara.

Sjóðið kínóa í vatninu í 15 mín, látið standa í pottinum með lokið á í um 5 mín. Takið þá lokið af og hrærið í með gaffli, látið kólna lítið eitt.

Léttsteikið laukinn, hvítlauk og sveppi í olíu á pönnu, bætið kryddum við. Takið af hellunni og látið kólna aðeins.

Brjótið egg í skál, bætið við sveppablöndunni, osti, hnetum, hörfræjum, haframjöli, soyasósu og blandið vel saman. Saltið og piprið að vild. Mótið úr þessu átta hamborgara, setjið þá á bökunarpappír og bakið í um 25 mín við 170°.

Hitið hamborgarabrauð, setjið grænmeti á milli, þá kínóaborgara, tómata, gúrkur og sósu.

.

KÍNÓABORGARAR

— KÍNÓABORGARAR —

.

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Vöfflur – klassísk uppskrift úr bókinni Við matreiðum

Vöfflur. Fátt er dásamlegra en ilmur af nýbökuðum vöfflum. Það er einhver óútskýrð hlýja sem fylgir þeim. Hér er uppskrif úr hinni ágætu bók Við matreiðum, bók sem ég eignaðist fyrir 35 árum og fletti reglulega upp í. Við matreiðum er hin fínasta bók, hún kom fyrst út árið 1976 og nýlega kom sjötta útgáfan út.

Peruterta, þessi gamla góða

20160830_152036

Peruterta. Í minningunni voru perutertur í öllum barnaafmælum og flestum fermingarveislum í mínu ungdæmi. Botnarnar voru mjúkir og gegnblautir. Þegar ég sá á fasbókinni að Borghildur Jóna var að baka eina slíka fyrir afmæli sonar síns, fékk ég fortíðarþráhyggjukast og bað hana um mynd og uppskrift. Ég bara stóðst ekki mátið.

Hjónabandssæla

Hjónabandssæla

Mjúk og góð hjónabandssæla er góð með kaffinu. Stundum verða hjónabandssælur seigar, kannski vegna þess að þær eru bakaðar of lengi. En eflaust líkar einhverjum að hafa þær seigar.