Sítrónukókosterta

Sítrónukókosterta hráterta kaka raw food Sítrónur kókos terta hráterta hrákaka raw cake
Sítrónukókosterta

Sítrónukókosterta

Í splunkunýju, stútfullu kökublaði Gestgjafans er þessi uppskrift, skellti í eina tertu og bauð í kaffi. Sé á Fasbókinni að sú hefð er komin á að birta myndir af heimabökuðu sunnudagskaffimeðlæti – höldum því áfram. Þessi terta var útbúin í dag og við buðum Eddu í kaffi.

HRÁTERTUR — 

.

Sítrónukókosterta

Botn:
2 dl kókosmjöl
2 dl möndlur
2 dl rúsínur
2 msk akasíuhunang
1/2 tsk vanilluduft

Malið kókosmjöl og möndlur í matvinnsluvél. Bætið restinni af hráefninu saman við og blandið vel saman þar til deigið verður klístrað. Setjið bökunarpappír í form og þjappið deiginu í botninn, kælið í frysti meðan fyrllingin er búin til.

Fylling:
4 dl kasjúhnetur, lagðar í bleyti í 4 klst
2 dl kókosmjöl
1 dl lucuma duft
safi úr 2 sítrónum
börkur af 2 sítrónum
2 msk kakósmjör, bráðið

Setjið kasjúneetur í matvinnsluvél og blandið saman þar til komin er smöráferð. Bætið restinni saman við og blandið vel saman. Smyrjið yfir botninn.

Sítrónubráð:
1 dl kókosolía, bráðin
1/2 dl akasíuhunang
safi úr 1 sítrónu
börkur af 2 stírónum

hrærið öllu saman í skál og hellið yfir fyllinguna. Sítrónubráðin er mjög þunnfljótandi en storknar þegar hún er kæld. Frystið kökuna. Berið kökuna fram kalda eða hálffrosna.

FLEIRI HRÁTERTUR

Sítrónukókosterta
Sítrónukókosterta

Kökublað Gestgjafans 2012 bls. 111

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Bráðskemmtilegt matarboð í Brussel

Bráðskemmtilegt matarboð í Brussel. Það var vor í lofti í Brussel um páskana, gróðurinn farinn að lifna við, fuglarnir í óða önn að undirbúa hreiðrin með tilheyrandi kórsöng og brúnin létt á mannfólkinu mót hækkandi sól.

Þórunn Björnsdóttir og Helga Jónsdóttir búa og starfa í Brussel. Þær eru höfðingjar heim að sækja, glaðværð og glæsileiki haldast í hendur hjá þeim. Ég gaukaði því að Þórunni hvort hún vildi útbúa eins og einn rétt fyrir bloggið - úr varð þetta bráðskemmtilega matarboð þar sem hver rétturinn var öðrum betri.

Jólaplattinn á Jómfrúnni

Jólaplattinn á Jómfrúnni. Sætabrauðsdrengirnir brugðu sér á Jómfrúna í hádeginu og snæddu saman hina ýmsu jólarétti sem voru bornir fram á stórum diskum; Jólaplatti Jómfrúarinnar. Á meðan beðið var eftir eftirréttinum sungu þér félagar fyrir gesti við miklar og góðar undirtektir - MYNDBAND HÉR

Pinacolada hrákaka – Matarbúr Kaju

 

Pinacolada hrákaka. Á Akranesi er eina lífrænt vottaða búð landsins: Matarbúr Kaju.  Í júní sl opnaði þar á sama stað kaffihúsið Café Kaja (kaffihúsið er í vottunarferli). Á kaffihúsinu eru allir drykkir og meðlæti unnið úr lífrænu hráefni - hvorki meira né minna.

Lúxuslasagna, alveg ljómandi gott

Grænmetislasagna. Það er hressilegt að skoða uppskriftir sem kannski eru ekki komnar til ára sinna en þó - þessi glaðlegi saumaklúbbur varð til er þær fluttu flestar austur aftur í kringum aldamótin að loknu námi og settust að í Garðaholtinu á Fáskrúðsfirði. Í góðlátlegu gríni segjast þær fljótlega hafa uppgötvað að þær höfðu ekki fengið boð um að vera í neinum saumaklúbbum svo að þær tóku saman ráð sín og stofnuðu sinn eigin. Fyrst var hist hálfs mánaðarlega en núna koma þær saman einu sinni í mánuði.