
Sítrónukókosterta
Í splunkunýju, stútfullu kökublaði Gestgjafans er þessi uppskrift, skellti í eina tertu og bauð í kaffi. Sé á Fasbókinni að sú hefð er komin á að birta myndir af heimabökuðu sunnudagskaffimeðlæti – höldum því áfram. Þessi terta var útbúin í dag og við buðum Eddu í kaffi.
— HRÁTERTUR —
.
Sítrónukókosterta
Botn:
2 dl kókosmjöl
2 dl möndlur
2 dl rúsínur
2 msk akasíuhunang
1/2 tsk vanilluduft
Malið kókosmjöl og möndlur í matvinnsluvél. Bætið restinni af hráefninu saman við og blandið vel saman þar til deigið verður klístrað. Setjið bökunarpappír í form og þjappið deiginu í botninn, kælið í frysti meðan fyrllingin er búin til.
Fylling:
4 dl kasjúhnetur, lagðar í bleyti í 4 klst
2 dl kókosmjöl
1 dl lucuma duft
safi úr 2 sítrónum
börkur af 2 sítrónum
2 msk kakósmjör, bráðið
Setjið kasjúneetur í matvinnsluvél og blandið saman þar til komin er smöráferð. Bætið restinni saman við og blandið vel saman. Smyrjið yfir botninn.
Sítrónubráð:
1 dl kókosolía, bráðin
1/2 dl akasíuhunang
safi úr 1 sítrónu
börkur af 2 stírónum
hrærið öllu saman í skál og hellið yfir fyllinguna. Sítrónubráðin er mjög þunnfljótandi en storknar þegar hún er kæld. Frystið kökuna. Berið kökuna fram kalda eða hálffrosna.

Kökublað Gestgjafans 2012 bls. 111