Eplakaka með mulningi
Árna Heimi Ingólfssyni, tónlistarfræðingi er margt til lista lagt. Æðstu metorð myndu leika í höndum hans, en þangað til getur íslenskt tónlistarlíf státað af framúrskarandi fagmanni.
Gestir Árna Heimis misstu næstum því meðvitund yfir dásamlegum veitingum í matarboði hans á dögunum.
— EPLAKÖKUR —
.
Eplakaka með mulningi
Deig:
125 g smjör, við stofuhita
1 dl sykur
1 dl hveiti
1,5 dl haframjöl
ca 10-12 piparkökur, muldar fremur smátt
1/2 msk kanill
1 tsk engifer
1 tsk negull
Fylling:
3-4 græn epli, afhýdd, kjarnhreinsuð og skorin í þunnar sneiðar
2 msk hrásykur
Ofan á:
50 g dökkt gott súkkulaði
Blandið öllum deighráefnunum saman með höndunum. Raðið eplasneiðunum í eldfast mót, stráið hrásykri yfir og því næst deiginu. Bakið við180° í 30-35 mínútur. Saxið súkkulaðið gróft og stráið yfir og berið inn heitt.
— EPLAKÖKUR —
.