Súkkulaði með karamellumöndlum og sjávarsalti

Föstudagskaffi listaháskólinn Magnús þór, snæja snæbjörg una þorleifsdóttir Tryggvi M. Baldvinsson Björk jónsdóttir Steinunn tónlistardeild leiklistardeild Súkkulaði með karamellumöndlum og sjávarsalti karamella möndlur nammi
Súkkulaði með karamellumöndlum og sjávarsalti

Súkkulaði með karamellumöndlum og sjávarsalti.

.

KARAMELLAMÖNDLUR

.

Súkkulaði með karamellumöndlum og sjávarsalti

1,5 dl sykur

15 g smjör

1 msk rjómi

2,5 dl möndlur, heilar

500 g dökkt gott súkkulaði (50-70%)

Gróft sjávarsalt eða fleur de sel

Setjið sykur í pott ásamt 2 msk. af vatni. Sjóðið þar til sykur verður að seigfljótandi vökva og tekur á sig rafgylltan lit. Takið af hita og hrærið smjöri og rjóma saman við. Setjið aftur yfir hita og eldið þar til fallega brúnt. Hrærið möndlunum saman við, hellið síðan úr pottinum á bretti og dreifið úr hnetunum. Bræðið súkkulaðið yfir vatnsbaði. Blandið síðan 3/4 af hnetunum saman við. Hellið ofan í meðalstórt mót klætt álfilmu og dreifið vel úr. Stráið afgangnum af hnetunum yfir og sáldrið sjávarsalti yfir. Kælið þar til súkkulaðið er orðið hart. Brjótið súkkulaðið í bita og geymið á köldum stað.

.

KARAMELLAMÖNDLUR

.

Auglýsing

Meira úr sama flokki

13 matartegundir sem gleðja verulega

13 matartegundir sem gleðja verulega. Hver kannast ekki við að súkkulaði og jarðarber geri okkur ánægð? Veit nú ekki hvort þetta er vísindaleg úttekt á þrettán matartegundum sem gera okkur glaðari. Er ekki best að hver dæmi fyrir sig.

Æfingakvöld hjá framreiðslu- og matreiðslunemum

Æfingakvöld hjá framreiðslu- og matreiðslunemum. Tókum þátt í æfingakvöldi í Menntaskólanum í Kópavogi þar sem framreiðslu- og matreiðslunemar á lokaári æfðu sig fyrir fullum sal af fólki. Glæsilegt kvöld í alla staði.

Tómatsalsa

Tomatar

Tómatsalsa. Salsa mun vera sósa á spænsku. það er eins með tómatsalsa og margt annað - er til í óteljandi afbrigðum. Þessi uppskrift er upphaflega frá Ítalíu. Tómatsalsa er best að setja ofan á niðurskorið baguette (helst súrdeigs og má í raun vera hvaða afgangs súrdeigs hveitibrauð sem er) sem er búið að strjúka með hvítlauk (hverja sneið, best að setja á kantana), létt olíubera og grilla á sitt hvorri hliðinni þar til það er orðið gullið