Súkkulaði með karamellumöndlum og sjávarsalti

Föstudagskaffi listaháskólinn Magnús þór, snæja snæbjörg una þorleifsdóttir Tryggvi M. Baldvinsson Björk jónsdóttir Steinunn tónlistardeild leiklistardeild Súkkulaði með karamellumöndlum og sjávarsalti karamella möndlur nammi
Súkkulaði með karamellumöndlum og sjávarsalti

Súkkulaði með karamellumöndlum og sjávarsalti.

.

KARAMELLAMÖNDLUR

.

Súkkulaði með karamellumöndlum og sjávarsalti

1,5 dl sykur

15 g smjör

1 msk rjómi

2,5 dl möndlur, heilar

500 g dökkt gott súkkulaði (50-70%)

Gróft sjávarsalt eða fleur de sel

Setjið sykur í pott ásamt 2 msk. af vatni. Sjóðið þar til sykur verður að seigfljótandi vökva og tekur á sig rafgylltan lit. Takið af hita og hrærið smjöri og rjóma saman við. Setjið aftur yfir hita og eldið þar til fallega brúnt. Hrærið möndlunum saman við, hellið síðan úr pottinum á bretti og dreifið úr hnetunum. Bræðið súkkulaðið yfir vatnsbaði. Blandið síðan 3/4 af hnetunum saman við. Hellið ofan í meðalstórt mót klætt álfilmu og dreifið vel úr. Stráið afgangnum af hnetunum yfir og sáldrið sjávarsalti yfir. Kælið þar til súkkulaðið er orðið hart. Brjótið súkkulaðið í bita og geymið á köldum stað.

.

KARAMELLAMÖNDLUR

.

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Oreo-browniesterta – þessi terta bráðnar í munni, trúið mér :)

Oreo-browniesterta. Peter kom með undurgóða tertu í síðasta föstudagskaffi sem endaði með því að við vorum óvinnufær lengi á eftir.... Nei grín! Tertan var samt borðuð upp til agna á skammri stundu - þessi terta bráðnar í munni, trúið mér :)

Biscotti Fríðu Bjarkar

biscotti

Biscotti Fríðu Bjarkar. Nafnið biscotti er upprunalega úr latínu og þýðir „bakað tvisvar“ en það er einmitt raunin með þessar kökur. Fríða Björk bakar undurgott ítalskt biscotti með anís fyrir hver jól og gefur vinum og vandamönnum. Fátt er betra en gott biscotti til að dýfa í kaffið.

Grænmetisbuff

Grænmetisbuff

Grænmetisbuff. Suma morgna setjum við grænmeti í safapressu og drekkum safann okkur til mikillar ánægju. Oftar en ekki hef ég lent í vandræðum með hratið, mér er frekar illa við að henda því. En nú er komin lausn: blanda soðnum baunum saman við hratið ásamt steiktum lauk. Útbúa buff, velta upp úr grófu haframjöli og steikja.