Hvítlaukssteikt brauð með avokadó

Hvítlaukssteikt brauð avókadó tómatar hvítlaukur steikt brauð
Hvítlaukssteikt brauð með avokadó

Hvítlaukssteikt brauð með avokadó

Hver kannast ekki við að vera banhungraður og „ekkert“ til? Samt er oftast eitthvað til…. Hér er bragðgott ráð: Skerið niður eitt hvítlauksrif og steikið í góðri olíu, steikið grófar brauðsneiðar í olíunni í nokkrar mínútur. Ofan á fer niðurskorið avókadó og tómatar. Stráið pipar og grófu salti yfir. Þetta má borða með kaldri sósu(pítusósu), hummús eða spínatsósu.

HVÍTLAUKUREKKERT TILBRAUÐAVÓKADÓHUMMÚS

.

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Fiskfélagið – áræðni í samsetningu ólíkra hráefna

Fiskfélagið - áræðni í samsetningu ólíkra hráefna.  Það er alltaf gaman að taka áskorun og fara í undraferð í höndum kokkanna. Undirstaðan á Fiskfélaginu er alíslenskt gæðafæði af landi og úr sjó, blönduð kryddjurtum og öðru góðgæti frá öllum hornum heimsins. Framsetning á matnum á Fiskfélaginu er framandi og skemmtilega frumleg. Þjónustan var fimleg og gekk snurðulaust fyrir sig.

Gulrótakaka

Gulrótaterta

Gulrótakaka eins og þessi hentar hvort sem er með kaffinu eða í eftirrétt. Eins og með aðrar hráfæðistertur tekur ekki langa stund að útbúa hana og hún er næstum því óbærilega góð. Það þarf ekki að leggja möndlur í bleyti en ef þið hafið tíma til að láta þær liggja í nokkrar klukkustundir eða yfir nótt verða þær betri. Hingað komu nokkrir stórsöngvarar í kaffi og gúffuðu í sig tertunni með