Chiagrautur með mangósósu

Chiagrautur chia kókosmjólk mangó
Chiagrautur með mangósósu

Chiagrautur með mangósósu. Sumir eru með endalausar afsakanir og fresta því þannig að taka á mataræðinu og borða hollari fæðu. Chiagrautur er sáraeinfaldur, ætli hann sé ekki til í u.þ.b. óteljandi útgáfum – ekkert vesen og lítil fyrirhöfn.

CHIAGRAUTAR — MANGÓCHIA —

Chiagrautur með mangósósu

1 1/2 msk chia fræ

2 dl vatn

2 dl kókosmjólk

6 frosin jarðarber

smá karamellustevía

vatn ef þarf til að þynna

Sósa:

2 dl frosið mangó

1 dl vatn

Látið fræin liggja í vatni og kókosmjólk í amk klst eða yfir nótt í ísskáp. Setjið fræin í blandara ásamt jarðarberjum og stevíu og blandið, bætið við vatni ef þarf. Hellið í skálar

Sósa: Setjið mangó og vatn í blandarann og maukið. Hellið yfir grautinn.

Skreytið með kókosflögum og kakónibbum

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Systrakaffi á Kirkjubæjarklaustri

Systrakaffi á Kirkjubæjarklaustri.       Á ferðalagi um landið er áhugavert að stoppa ekki bara í vegasjoppum, þó sjoppur séu ágætar. Viða á minni stöðum er fádæma metnaður í matargerð og oftast matur úr héraði. Með auknum straumi ferðamanna eru fleiri og fleiri staðir opnir allt árið. Verum þakklát fyrir ferðamennina, þeir færa okkur ekki aðeins gjaldeyri, heldur líka fleiri veitingahús, hótel og margt fleira. Einn af þessum metnaðarfullu stöðum við hringveginn er Systrakaffi á Kirkjubæjarklaustri. Bjart, vingjarnlegt og heimilislegt fjölskyldurekið veitingahús sem vel má mæla með.

Smjörkökur – grunnuppskrift að mörgum góðum smákökum

Smjörkökur - grunnuppskrift að mörgum góðum smákökum. Það getur verið ótrúlega þægilegt á aðventunni að eiga tilbúið smákökudegi í ísskápnum. Með stuttum fyrirvara er hægt að skera þær niður, setja á plötu og baka.  Smjörkökur eru stökkar, einfaldar og bragðgóðar. Bessastaðakökurnar góðu eru byggðar á sömu grunnuppskrift, að vísu er notað í þær skírt smjör* og upphaflega uppskriftin mun vera eggjalaus.

Konfektterta

Konfektterta. Á meðan ég ritstýrði blaði Franskra daga fékk ég oft saumaklúbba til að vera með uppskriftir í blaðinu. Einu sinni voru þar Fáskrúðsfjarðarkonur í Félagi austfirskra kvenna. Sigurbjörg frænka mín Bjarnadóttir bakaði Konfekttertu og kom með. Alveg stórfín terta sem ber nafn með rentu.

Fyrri færsla
Næsta færsla