Auglýsing
Döðluterta Döðlukaka súkkulaði döðlur kókosmjöl terta kaka
Döðluterta

Döðluterta. Þær eru margar útgáfurnar af döðlutertum, misgóðar eins og gengur en ég lofa því að þessi er góð. Einföld og góð terta sem getur ekki klikkað – bökum með kaffinu

DÖÐLUTERTURKAFFIMEÐLÆTI

Döðluterta

1 b döðlur

2 msk hveiti

1 1/2 dl sykur

2 dl kókosmjöl

100 gr saxað gott dökkt súkkulaði

2 egg

1 tsk lyftiduft

Döðlur klipptar út í 2 msk hveiti, öllu öðru blandað saman við þær og hrært saman. Bakað við 175°C í u.þ.b. 35-40 mín.

Kakan kæld, 1/2 l rjómi þeyttur og settur ofan á. rífið súkkulaði yfir

 

Auglýsing