Guðdómleg heilsuterta – Fantagóð frá Diddú

Guðdómleg, Heilsuterta, Diddú, Sigrún Hjálmtýsdóttir Diddú, Vala Matt, Duna, Guðný, Sigrún, Edda, Albert uppskrift jarðarber bananar rjómi appelsínusafi súkkulaðikrem pekan furuhnetur valhnetur döðlur kókosmjöl
Guðdómleg heilsuterta – Fantagóð frá Diddú

Guðdómleg heilsuterta

Það er afar gaman að fara í kaffi- eða matarboð til Sigrúnar Hjálmtýsdóttur söngkonu og hennar fjölskyldu. Diddú bjó lengi á Ítalíu og heillaðist þar, eins og fleiri, af mat Miðjarðarhafsins. „Segðu bara að þetta sé bökuð hráfæðisterta” sagði Diddú aðspurð um tertuna og hló svo hátt að undir tók í dalnum. Ef það er rétt að hláturinn lengi lífið þá má gera ráð fyrir að Diddú lifi næstu aldamót.

DIDDÚ — EFTIRRÉTTIRTERTURÍTALÍA

.

Guðdómleg heilsuterta

150 g pekanhnetur
150 g valhnetur
100 g furuhnetur
300 g döðlur
300 ml appelsínusafi
3 bananar
100 g kókosmjöl
3 tsk kanill
1 tsk salt
2 tsk lyftiduft
3 msk kókosolía

Setjið hneturnar í blandara og maukið.
Sjóðið döðlurnar niður í appelsínusafanum í nokkrar mínútur og maukið síðan í blandara
Stappið banana í mauk
Blandið öllu ofantöldu vel saman í skál
Bætið þurrefnunum saman við jukkið
Bræðið kókosolíuna og blandið við allt saman

Bakið í tveimur 24 cm. lausbotna formum klæddum að innan með bökunarpappír
Skiptið deiginu í tvennt og þrýstið ofan í formin
Bakið í ca. 20 mín við 180°

Krem á milli:
1 lítil dós ananaskurl
1 stór dós kókosmjólk (mjólkinni hellt af svo rjóminn verði bara eftir)

Þeytið rjómann vel, hellið safanum af ananasinum og setjið kurlið saman við rjómann og síðan á milli botnanna.

Ofan á:
200 g af 70% suðusúkkulaði
3 msk góð olía

Bræðið súkkulaðið yfir vatnsbaði ásamt olíu til að mýkja.

Smyrjið yfir kökuna og skreytið með berjum að vild.

Diddú, Vala Matt, Duna, Guðný, Sigrún, Edda, Albert
Diddú, Vala Matt, Duna, Guðný, Sigrún, Edda, Albert

.

DIDDÚ — EFTIRRÉTTIRTERTURÍTALÍA

— GUÐDÓMLEG HEILSUTERTA DIDDÚAR — 

.

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Vöfflur – klassísk uppskrift úr bókinni Við matreiðum

Vöfflur. Fátt er dásamlegra en ilmur af nýbökuðum vöfflum. Það er einhver óútskýrð hlýja sem fylgir þeim. Hér er uppskrif úr hinni ágætu bók Við matreiðum, bók sem ég eignaðist fyrir 35 árum og fletti reglulega upp í. Við matreiðum er hin fínasta bók, hún kom fyrst út árið 1976 og nýlega kom sjötta útgáfan út.

Peruterta, þessi gamla góða

20160830_152036

Peruterta. Í minningunni voru perutertur í öllum barnaafmælum og flestum fermingarveislum í mínu ungdæmi. Botnarnar voru mjúkir og gegnblautir. Þegar ég sá á fasbókinni að Borghildur Jóna var að baka eina slíka fyrir afmæli sonar síns, fékk ég fortíðarþráhyggjukast og bað hana um mynd og uppskrift. Ég bara stóðst ekki mátið.

Hjónabandssæla

Hjónabandssæla

Mjúk og góð hjónabandssæla er góð með kaffinu. Stundum verða hjónabandssælur seigar, kannski vegna þess að þær eru bakaðar of lengi. En eflaust líkar einhverjum að hafa þær seigar.