
Mangóbrauð. Bragðgott kryddbrauð sem er bæði mjólkur- og eggjalaust. Mangóbragðið er svo gott mótvægi við kryddið. Hollt viðbit gerir svo brauðið ennbetra. Bökum og bökum 🙂
Mangóbrauð
4 dl heilhveiti
1 dl púðursykur
1 tsk matarsódi
1/2 tsk lyftiduft
1/2 tsk salt
1 tsk kanill
1/2 tsk múskat
1/2 tsk allrahands
1/4 tsk negull
1/2 b saxaðar valhnetur
1 mangó, saxað frekar smátt
1/2 b góð olía
2 msk hunang
1/2 b vatn
Blandið saman öllum þurrefnunum, bætið saman við mangói, olíu og vatni. Etv þarf heldur meira af vatni, þið metið það. Hrærið vel saman og bakið í jólakökuformi í 45-50 mín við 170° Látið kólna í um 30 mín áður en brauðið er skorið.
SJÁ EINNIG: KRYDDBRAUÐ — MANGÓ —
