Mangóbrauð – mjólkur- og eggjalaust kryddbrauð

Mangóbrauð - mjólkur- og eggjalaust kryddbrauð mangó mjólkurlaust
Mangóbrauð – mjólkur- og eggjalaust kryddbrauð

Mangóbrauð. Bragðgott kryddbrauð sem er bæði mjólkur- og eggjalaust. Mangóbragðið er svo gott mótvægi við kryddið. Hollt viðbit gerir svo brauðið ennbetra. Bökum og bökum 🙂

Mangóbrauð

4 dl heilhveiti

1 dl púðursykur

1 tsk matarsódi

1/2 tsk lyftiduft

1/2 tsk salt

1 tsk kanill

1/2 tsk múskat

1/2 tsk allrahands

1/4 tsk negull

1/2 b saxaðar valhnetur

1 mangó, saxað frekar smátt

1/2 b góð olía

2 msk hunang

1/2 b vatn

Blandið saman öllum þurrefnunum, bætið saman við mangói, olíu og vatni. Etv þarf heldur meira af vatni, þið metið það. Hrærið vel saman og bakið í jólakökuformi í 45-50 mín við 170° Látið kólna í um 30 mín áður en brauðið er skorið.

SJÁ EINNIG: KRYDDBRAUР— MANGÓ

mangó brauð kaffimeðlæti
Mangóbrauð
Auglýsing

Meira úr sama flokki

Bláberja- og jarðarberjaterta

Bláberja- og jarðarberjaterta - raw. Ætli ég hafi ekki tekið það fram amk alloft, ef ekki oftar, að hrátertur eru hið mesta lostæti. Það er bara ekki hægt að klúðra þeim, þær falla ekki, þarf ekki láta lyfta sér, ekki að baka. Svo eru þær hollar og henta þeim sem eru með glútenóþol og mjólkuróþol líka. Það bara mælir allt með hrátertum eins og þessari.