Ofnbakaður lax með sætri kartöflu

Ofnbakaður lax með sætri kartöflu Lax cummin norður afríka marokkó marokkóskur matur
Ofnbakaður lax með sætri kartöflu

Ofnbakaður lax með sætri kartöflu

Að grunni til tengist þessi uppskrift Norður-Afríku en hefur tekið smá breytingum eins og gengur. Látið ekki kryddmagnið fæla ykkur frá því að prófa réttinn.

.

LAXSÆTAR KARTÖFLURFISKUR Í OFNI

.

Ofnbakaður lax með sætri kartöflu

1 laxaflak

3-400 g sæt kartafla

safi úr 1/2 sítrónu

4 hvítlauksgeirar, saxaðir

2 msk kúmín

2-3 msk ólífuolía

1 tsk chili

2 msk kóríander

salt.

Rífið kartöfluna niður á rifjárni og setjið í skál. Blandið saman við sítrónusafa, hvítlauk, olíu og kryddum.

Leggið fiskinn í eldfast form, setjið kartöflukryddmaukið yfir og bakið í um 15 mín við 170° (tíminn fer eftir þykkt laxins og ofnum)

Ofnbakaður lax með sætri kartöflu
Ofnbakaður lax með sætri kartöflu

.

LAXSÆTAR KARTÖFLURFISKUR Í OFNI

.

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Baka með sætum kartöflum

baka

Baka með sætum kartöflum. Það er ágætt að útbúa bökudeig deginum áður og geyma í ísskáp, reyndar geymist það í nokkra daga. Bökur minna mig alltaf á vorið og sumarið. Það er ljúft að sitja úti og borða grænmetisböku með litskrúðugu sumarlegu salati. Bökur eins og þessa þarf ekki að bera fram beint úr ofninum, hún er jafngóðu ef ekki betri borin fram við stofuhita.

Kryddbrauð Guðrúnar

Kryddbrauð Guðrúnar

Kryddbrauð Guðrúnar. Snemma beygist krókurinn eins og þar stendur. Frá 7-12 ára aldri var ég í heimavistarskóla og hafði dálæti á þeim konum sem elduðu góðan mat og bökuðu kaffimeðlæti. Ein þeirra var Guðrún, þetta kryddbrauð hennar var í miklu uppáhaldi hjá nemendunum.