Kínóa með rauðrófum

Kínóa Kínóa með rauðrófum RAUÐRÓFUR
Kínóa með rauðrófum

Kínóa með rauðrófum

Það er ágætt að eiga alltaf nokkur avókadó á borði eða í ísskápnum, þau þroskast á mislöngum tíma. Avókadó er kjörið í bústið, í salöt eða sem biti milli mála. Rauðrófur, avókadó og kínóa – þetta þrennt er bráðhollt, já og svo er þetta glúteinlaust.

KÍNÓARAUÐRÓFURAVÓKADÓ

.

Kínóa með rauðrófum

500 g rauðrófur

1 msk olía til steikingar

1 dl saxaður blaðlaukur

1/2 b kínóa

1 stórt avókadó

1/4 b sólblómafræ

Dressing

2 msk tahini

safi úr 1/2 sítrónu

1 msk eplaedik

1 tsk hunang

smá vatn

salt og pipar

1 hvítlauksrif, saxað smátt

1 msk ólífuolía.

Salat: Skerið rauðrófur í bita, steikið þá í 7-10 mín í olíu á pönnu (ekki á of miklum hita). Setjið á disk og látið kólna. Sjóðið kínóa í 3 b af vatni og látið kólna. Skerið niður avókadó, bætið út í kínóa ásamt rauðrófubitunum og sólblómafræjunum.

Dressing: Setjið allt í krukku með loki og hristið saman.

Hellið yfir salatið.

KÍNÓARAUÐRÓFURAVÓKADÓ

.

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Peru- og eplabakstur með kínóa og pekanhnetum

Peru- og eplabakstur með kínóa og pekanhnetum Það er hressilegt að skoða uppskriftir sem kannski eru ekki komnar til ára sinna en þó - þessi glaðlegi saumaklúbbur varð til er þær fluttu flestar austur aftur í kringum aldamótin að loknu námi og settust að í Garðaholtinu á Fáskrúðsfirði. Í góðlátlegu gríni segjast þær fljótlega hafa uppgötvað að þær höfðu ekki fengið boð um að vera í neinum saumaklúbbum svo að þær tóku saman ráð sín og stofnuðu sinn eigin. Fyrst var hist hálfs mánaðarlega en núna koma þær saman einu sinni í mánuði.

ADHD og ADD og MATUR

ADHD og ADD og MATUR. Athyglisbrestur (ADD) og athyglisbrestur með ofvirkni (ADHD) hafa verið gríðarlega vaxandi vandamál í Vestrænum samfélögum og er nú svo komið að talið er að allt frá 5 og upp í 15% barna eru talin vera með einkenni þessara raskana. Tíu sinnum fleiri drengir eru greindir með þessa kvilla heldur en stúlkur

Ávextir á þremur hæðum

Ávextir á þremur hæðum. Það er upplagt að nota þriggja hæða smákökudiskana, sem víða eru til og flestir nota á jólunum, undir ávexti og grænmeti. Fátt er eins fallegt og girnilegt og litfagrir ávextir.