Draumur forsetans – Vigdísar forseta

Draumur forsetans - Vigdísar forseta Draumur forsetans, forseti ÍSLANDS Guðrún Rúnarsdóttir, Kjendisenes beste kager Vigdís Finnbogadóttir, forseti, rabarbari, marengs rabbarbari bessastaðir rabarbari
Draumur forsetans – Vigdísar forseta

Draumur forsetans – Vigdísar forseta

Fljótlega upp úr aldamótum kom út í Noregi bókin Kjendisenes beste kaker eftir Guðrúnu Rúnarsdóttur.  Í bókinni er m.a: Draumur forsetans, indæl kaka sem er borin fram volg með ís eða þeyttum rjóma. Frá Vigdísi Finnbogadóttur, fyrrverandi forseta Íslands.

Á meðan ég skrifaði í Gestgjafann nefndi ég oftar en einu sinni við Vigdísi að baka þessa tertu fyrir blaðið, ljúflega og elskulega kom hún sér undan því með því að segja „Elsku besti Albert, ég er löngu hætt að baka”

Vigdís hefur komið áður við sögu á þessu matarbloggi, hún dæmdi með okkur eftirminnilega í smákökusamkeppni á aðventunni og sagði okkur frá Bessastaðakökum.

🇮🇸

BESSASTAÐIRVIGDÍS FINNBOGADÓTTIR MARENGSTERTUREFTIRRÉTTIR17. JÚNÍ

🇮🇸

Draumur forsetans – Vigdísar forseta Bergþór, Vigdís, Albert
Bergþór, Vigdís og Albert

Draumur forsetans

Botn:
250 g hveiti
200 g smjör
1/2 tsk lyftiduft
1 eggjarauða
1 msk vatn
1/3 tsk salt

Fylling:
3 eggjarauður
1 dl sykur
4 dl fínt skorinn rabarbari (skiptið stilkunum langsum fyrst til að bitarnir verði eins litlir og hægt er)
1 msk hveiti

Marengs:
1 1/2 msk sykur
4 eggjahvítur
1 tsk vanilla / vanillusykur.

Blandið saman hveiti, lyftidufti, smjöri og bætið við eggjarauðu, vatni og salti. Hnoðið vel saman og mótið kúlu. Hyljið með plastfilmu og látið deigið í ísskáp í 30-60 mín. Fletjið deigið út og setjið í kringlótt smurt kökuform. Látið deigið koma upp fyrir kantana á forminu því það dregst saman við baksturinn. Bakið við 150°C í u.þ.b. 10 mín.  eða þar til bakan verður ljósbrún.

Á meðan bakan er í ofninum er rabarbarafyllingin undirbúin. Hrærið eggjarauðurnar saman við sykurinn. Blandið rabarbara og hveiti lauslega saman og hrærið saman við eggin og sykurinn rétt áður en botninn er bakaður, það það er mikilvægt að sykurinn bráðni ekki alveg. Dreifið fyllingunni yfir bökubotninn og bakið við 150° í u.þ.b. 20 mín. eða þar til rabarbarinn er orðinn mjúkur.

Þá er marengsinn búinn til. Stífþeytið eggjahvítur, sykur og vanillusykur í marengs, sem svo er smurt eða sprautað ofan á rabarbarafyllinguna. Bakið við 125-150°C í u.þ.b. 20 mín.

-Þegar ég bakaði Draum forsetans í annað skipti skar ég niður 1 dl af marsipani og blandaði saman við rabarbarann (og minnkaði sykurinn um helming) – Draumurinn varð mun betri við það 🙂

(Uppskriftin er hér lítillega breytt)

Kjendisenes
Kjendisenes beste kager
Eyjólfur Eyjólfsson, Albert og Bergþór í Þjóðhátíðardagskaffi.
Draumur forsetans, Vigdísar forseta

🇮🇸

BESSASTAÐIRVIGDÍS FINNBOGADÓTTIR MARENGSTERTUREFTIRRÉTTIR —

— DRAUMUR FORSETANS, VIGDÍSAR FORSETA —

🇮🇸

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Dásamleg vanilluterta með hindberjum

Dásamleg vanilluterta með hindberjum

Dásamleg vanilluterta með hindberjum. Píanóleikararnir Edda Erlendsdóttir og Peter Máté sáu um síðasta föstudagskaffi í Listaháskólanum - þeim er margt til lista lagt. Dúnmjúk vanillutertan var lofuð í hástert og kláraðist á skammri stundu.

Tíu vinsælustu uppskriftir sumarsins

Tíu vinsælustu uppskriftir sumarsins. Þegar líður að lokum sumars er gaman að horfa um öxl og skoða hvaða uppskriftir hafa verið vinsælastar í sumar. Það kemur kannski ekkert sérstaklega á óvart að fólk er duglegt að baka samkvæmt samantektinni. Ég er bæði alsæll og þakklátur, á hverjum degi eru nokkur þúsund heimsóknir á bloggið*  Svona er topp tíu listi sumarsins: