Sítrónugóðgæti

Sítrónukúlur sítrónur kókosmjöl banani meinhollt hráfæði raw food hollusta
Sítrónugóðgæti

Sítrónugóðgæti

Þessar kúlur eru um það bil himneskar á bragðið ef svo er hægt að segja. Já og svo þarf nú varla að taka fram að þær eru meinhollar, ekki er það nú til að skemma ánægjuna.

HRÁFÆÐIKÚLUR

.

Sítrónugóðgæti

2 dl döðlur
2 dl valhnetur
2 dl sesamfræ
1/2 dl sítrónusafi
1 lítill banani
1 dl kókosmjöl

Grófsaxið döðlur og valhnetur og setjið í matvinnsluvél ásamt sesamfræjum, sítrónusafa og banana. Mixið vel saman. Mótið kúlur og veltið upp úr kókosmjölinu. Kælið.

.

— SÍTRÓNUGÓÐGÆTI —

.

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Roloterta Kötu – extragóð

Roloterta

Roloterta Kötu. Í vinkvennakaffinu var kom Kata með Rolotertu. Kata hefur oft komið við sögu á þessu bloggi - ég hringi gjarnan í hana þegar mikið liggur við, þegar vantar einhverjar extragóðar uppskriftir. Alltaf er Kata boðin og búin og hristir hverja unaðsuppskriftina fram úr erminni af annari.