
Sítrónugóðgæti
Þessar kúlur eru um það bil himneskar á bragðið ef svo er hægt að segja. Já og svo þarf nú varla að taka fram að þær eru meinhollar, ekki er það nú til að skemma ánægjuna.
.
Sítrónugóðgæti
2 dl döðlur
2 dl valhnetur
2 dl sesamfræ
1/2 dl sítrónusafi
1 lítill banani
1 dl kókosmjöl
Grófsaxið döðlur og valhnetur og setjið í matvinnsluvél ásamt sesamfræjum, sítrónusafa og banana. Mixið vel saman. Mótið kúlur og veltið upp úr kókosmjölinu. Kælið.
.
.
Þakka þér fyrir allar uppskriftirnar, hef oft búið til hráfæðisköku frá þér sem er bæði holl og mjög góð. Ætla líka að prófa þessar kúlur þar sem ég er nammi-grís, en þoli ekki sykur.
kærar kveðjur.
Gangi þér vel í hráfæðisgóðgætinu. Hingað til hef ég ekki bragðað hráfæðisrétt sem ég er ekki ánægður með
Comments are closed.