Eggjabaka með grænmeti og salami

Eggjabaka með grænmeti og salami Camembert
Eggjabaka með grænmeti og salami

Eggjabaka með grænmeti og salami

Það er mikill kostur við eggjabökur að hægt er að nota það grænmeti sem til er í ísskápnum, hlutföllin skipta heldur ekki öllu máli. Eggjabökur eins og þessi eru alveg jafn góðar þó þær séu ekki borðaðar beint úr ofninum. Meðlætið getur verið sumarlegt salat og sinnepssósa (mæjónes, sinnep og örlítið hunang). 

BÖKURGRÆNMETISALAMI

.

Eggjabaka með grænmeti og salami

3-4 plötur smjördeig, eftir stærðinni á forminu sem þið notið
1 b. saxaður blaðlaukur
1 haus spergilkál, skorinn í litlar greinar
2 paprikur rauð og appelsínugul. Saxaðar
2-3 msk olía
½ dós Piparrjómaostur
5-6 sneiðar salami skorin í bita (eða skinka)
6-8 egg
1 dl rjómi
2-3 tómatar skornir í sneiðar
1 camenbert ostur skorinn í sneiðar

Fletjið smjördeigið út og leggið í bökuform.
Léttsteikið blaðlauk, spergilkál og papriku í olíu á pönnu hita í nokkrar mínútur, grænmetið á ekki að brúnast.
Hrærið rjómaostinum saman við grænmetið og hellið öllu yfir smjördeigið.
Dreifið salami yfir.
Þeytið saman í skál egg og rjóma og hellið yfir.
Raðið tómatsneiðunum ofan á og síðan camenbert ostinum.
Stráið svörtum pipar yfir. Bakið í 40 mínútur við 180°C.

Eggjabaka með grænmeti og salami

Ljósmyndir Silla Páls —

BÖKURGRÆNMETISALAMI

— EGGJABAKA MEÐ GRÆNMETI OG SALAMI —

.

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Rabarbara-, bláberja- og sítrónubaka

Rabarbara-, bláberja- og sítrónubaka

Rabarbara-, bláberja- og sítrónubaka. Píanóleikararnir Peter Máté og Edda Erlendsdóttir sáu saman um kaffimeðlætið í síðasta föstudagskaffi í vinnunni. Peter kom með undurgóða böku í síðasta föstudagskaffi (talið er að konan hans hafi bakað...).