Ávaxtasulta

Ávaxtasulta apríkósur döðlur epli Færeyjar færeyskur matur
Ávaxtasulta

Ávaxtasulta. Þessi uppskrift er úr færeyskri matreiðslubók. Ávaxtasultan hentar vel með vöfflum, lummum eða ofan á ristað brauð.

SULTURÁVEXTIRVÖFFLURLUMMUR — – FÆREYJAR

Ávaxtasulta

250 g rabarbari

250 g sveskjur

250 g apríkósur

250 g döðlur

2 græn epli

2 appelsínur

1/3 tsk salt

1/2 l vatn

Skerið rabarbarann og ávextina smátt, sjóðið undir loki í um klst. Setjið í tandurhreinar glerkrukkur og lokið þeim vel. Geymið í ísskáp.

SULTURÁVEXTIRVÖFFLURLUMMUR — – FÆREYJAR –

Ávaxtasulta appelsína
Niðurskorið í ávaxtasultu
Auglýsing

Meira úr sama flokki

Borðað í Brussel – sælkeraferð til matarborgarinnar miklu

Borðað í Brussel - sælkeraferð til matarborgarinnar miklu 14. - 17. sept. 2017 

Við Svanhvít Valgeirsdóttir ætlum að snúa bökum saman, borða góðan mat og gera margt skemmtilegt í heimsborginni.

Brussel er margrómuð fyrir góðan mat og fjölmenningaráhrif í matargerð. Farið verður í gönguferð um gömlu borgina, matarmarkaður skoðaður, kíkt í sælkerabúðir og á eftirminnilegt kaffihús. Bragðgóð matarferð sem enginn ætti að láta fram hjá sér fara.

Sjá nánar á heimasíðu Mundo.is 

Salat með andakjöti

Salat með andakjöti. Salat eins og þetta getur auðveldlega verið aðalréttur. Það er fleira matur en feitt kjöt. Æskilegt er að fólk borði meira grænmeti, það er því kjörið að bera fram grænt salat eins og þetta með ekki of miklu af kjöti

SaveSave