Ávaxtasulta. Þessi uppskrift er úr færeyskri matreiðslubók. Ávaxtasultan hentar vel með vöfflum, lummum eða ofan á ristað brauð.
— SULTUR — ÁVEXTIR — VÖFFLUR — LUMMUR — – FÆREYJAR
Ávaxtasulta
250 g rabarbari
250 g sveskjur
250 g apríkósur
250 g döðlur
2 græn epli
2 appelsínur
1/3 tsk salt
1/2 l vatn
Skerið rabarbarann og ávextina smátt, sjóðið undir loki í um klst. Setjið í tandurhreinar glerkrukkur og lokið þeim vel. Geymið í ísskáp.