Ávaxtasulta

Ávaxtasulta apríkósur döðlur epli Færeyjar færeyskur matur
Ávaxtasulta

Ávaxtasulta. Þessi uppskrift er úr færeyskri matreiðslubók. Ávaxtasultan hentar vel með vöfflum, lummum eða ofan á ristað brauð.

SULTURÁVEXTIRVÖFFLURLUMMUR — – FÆREYJAR

Ávaxtasulta

250 g rabarbari

250 g sveskjur

250 g apríkósur

250 g döðlur

2 græn epli

2 appelsínur

1/3 tsk salt

1/2 l vatn

Skerið rabarbarann og ávextina smátt, sjóðið undir loki í um klst. Setjið í tandurhreinar glerkrukkur og lokið þeim vel. Geymið í ísskáp.

SULTURÁVEXTIRVÖFFLURLUMMUR — – FÆREYJAR –

Ávaxtasulta appelsína
Niðurskorið í ávaxtasultu
Auglýsing

Meira úr sama flokki

Biscotti með kanil, negul og súkkulaði

Biscotti (ítalska og þýðir =tvíbakaðar) eru sætar, ítalskar tvíbökur, sem alltaf eru borðaðar með drykk, enda eru þær ansi harðar undir tönn. Ítalir bera stundum biscotti og rauðvínsglas með sem eftirrétt...

Matarborgin Búdapest – framhald

BÚDAPEST. Það segir þó nokkuð um borg/land ef maður fer þangað tvisvar á sama árinu. Sléttum sex mánuðum eftir að við fórum til Búdapest var haldið aftur þangað á vegum Heimsferða. Að þessu sinni fórum við Bergþór með hóp út að borða og annan í matargönguferð um miðborgina. Ótrúlega fjölbreytt matarborg sem kemur endalaust á óvart.