Jarðarberja- og rabarbarasulta

Jarðarberjasulta og rabarbarasulta jarðarber rabarbari rabbarbari
Jarðarberja- og rabarbarasulta

Jarðarberja- og rabarbarasulta

Þessi sulta heillar alla, það má líka setja enn meira af jarðarberjum ef vill eins og þar stendur. Það er bráðsniðugt að taka með sér krukku af sultunni þegar farið er í heimsókn, já eða senda fólki glaðning.

— SULTURJARÐARBERRABARBARI

.

Jarðarberja- og rabarbarasulta
Jarðarberja- og rabarbarasulta

Jarðarberja- og rabarbarasulta

400 g rabarbari

500 g jarðarber

3 dl sykur

1 msk sítrónusafi

1/2 tsk vanilla

1/3 tsk salt

Skerið rabarbarann frekar smátt og jarðarberin í tvennt. Setjið allt í pott og sjóðið í 45-50 mín.

Jarðarberja- og rabarbarasulta
Jarðarber og rabarbari

— SULTURJARÐARBERRABARBARI

.

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Bryggjan brugghús

 

Bryggjan brugghús. Það er ævintýri líkast að fylgjast með uppbyggingunni á Grandanum í Reykjavík og nú er svo komið að Grandinn er orðinn hluti af miðborginni. Þar sem áður var fiskvinnsla á vegum Bæjarútgerðar Reykjavíkur er nú veitingastaðurinn Bryggjan brugghús. Róandi staður í beinni tengingu við höfnina og hafið. Sérstaðan er góður matur og bjórframleiðsla á staðnum. Kjörinn staður fyrir minni og stærri hópa.

Pekanpæ

Ótrúlega auðvelt pecanpæ. Ath að þetta er lítil uppskrift, hana má auðveldlega stækka með því að t.d. tvöfalda uppskriftina. Ármann kom hér við þegar pæið var tilbúðið og fékk að smakka...

Fyrri færsla
Næsta færsla