Rabarbari með kókosbollum

Rabarbari kókosbollur Vala Völu Kolla Kolbrún karlsdóttir valhnetur
Rabarbari með kókosbollum

Rabarbari með kókosbollum

Völu kókosbollur hafa nokkrum sinnum áður komið við sögu á þessari síðu. Þannig er að frænka mín á verksmiðjuna og hún á það til að færa okkur splunkunýjar kókosbollur, þá gleymum við öllu heilsu- og hollustutali og “dettum í það” Frænkan er kölluð Kolla og er hér á bæ oftast nefnd Kolla-Kókosbolla (en farið ekki með það lengra…).

RABARBARIKÓKOSBOLLURSALTHNETUR

.

Rabarbari með kókosbollum

ca 5 dl rabarbari skorinn í bita

5 msk sykur

1 dl rjómi

4 msk vatn

1 tsk vanilla

1 dl Ritz kex, mulið gróft

1 dl salthnetur

4-6 kókosbollur

Brúnið sykurinn í potti (þannig að hann verði ljósbrúnn) stöðvið brunann með rjóma og vatni, bætið við vanillu og látið rabarbarann velta í þunnri karamellunni í um 5 mín. við lágan hita. Setjið rabarbarann í eldfast form, stráið Ritzkexi og salthnetum yfir. Skerið kókosbollurnar langsum og leggið yfir þannig að sárið vísi upp. Bakið við 155° í um 30 mín.

Rabarbari kókosbollur
Rabarbari með kókosbollum

RABARBARIKÓKOSBOLLURSALTHNETUR

.

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Coq au vin – hani í víni

coq au vin

Coq au vin – hani í víni er dæmigerður franskur sveitamatur og talinn ævaforn í ýmsum myndum. Gaman er að glíma við rétti sem eru vel þekktir í sínu heimalandi - uppskriftir að þeim eru trúlega jafnmargar og heimilin, svo að varla er hægt að benda á eina uppskrift og fullyrða að þar sé „originallinn“ kominn. Þetta er svo sem ekki mikil glíma, reyndar alls ekki eins flókið og ætla mætti, en rauðvín, sveppir og beikon eru ómissandi. Ef maður vill láta gesti stynja af ánægju, er þessi réttur eiginlega alveg pottþéttur.