Rabarbari með kókosbollum

Rabarbari kókosbollur Vala Völu Kolla Kolbrún karlsdóttir valhnetur
Rabarbari með kókosbollum

Rabarbari með kókosbollum

Völu kókosbollur hafa nokkrum sinnum áður komið við sögu á þessari síðu. Þannig er að frænka mín á verksmiðjuna og hún á það til að færa okkur splunkunýjar kókosbollur, þá gleymum við öllu heilsu- og hollustutali og “dettum í það” Frænkan er kölluð Kolla og er hér á bæ oftast nefnd Kolla-Kókosbolla (en farið ekki með það lengra…).

RABARBARIKÓKOSBOLLURSALTHNETUR

.

Rabarbari með kókosbollum

ca 5 dl rabarbari skorinn í bita

5 msk sykur

1 dl rjómi

4 msk vatn

1 tsk vanilla

1 dl Ritz kex, mulið gróft

1 dl salthnetur

4-6 kókosbollur

Brúnið sykurinn í potti (þannig að hann verði ljósbrúnn) stöðvið brunann með rjóma og vatni, bætið við vanillu og látið rabarbarann velta í þunnri karamellunni í um 5 mín. við lágan hita. Setjið rabarbarann í eldfast form, stráið Ritzkexi og salthnetum yfir. Skerið kókosbollurnar langsum og leggið yfir þannig að sárið vísi upp. Bakið við 155° í um 30 mín.

Rabarbari kókosbollur
Rabarbari með kókosbollum

RABARBARIKÓKOSBOLLURSALTHNETUR

.

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Rice krispies góðgæti með Þristi

 

 

Rice krispies góðgæti með Þristi. Nína frænka mín er af annálaðri myndarfjölskyldu. Hún birti myndband á fasbókinni þar sem hún galdraði fram Rice krispies bombu með Þristi. Auðvitað fékk ég vatn í munninn, langaði helst að stökkva á hjólið og hjóla heim til hennar í kaffi.

Appelsínunipplur – verðlaunakökur

 

Appelsínunipplur. Íslenska lögfræðistofan hélt sína árlegu jólasmákökusamkeppni í gær. Eins og áður var metnaðurinn allsráðandi og fagmennska í öllu - já og keppnisandinn barst um allt hverfið. Og eins og áður vorum við Bergþór dómarar og fengum með okkur gestadómara sem að þessu sinni var Ragnhildur Gísladóttir söngkonan góða en hún á það til að missa sig í bakstri fyrir jólin. Eggert stóð uppi sem sigurvegari. Mandarínubörkurinn og hárrétt bakað marsipanið gladdi bragðlauka dómnefndarinnar.