Rabarbari með kókosbollum

Rabarbari kókosbollur Vala Völu Kolla Kolbrún karlsdóttir valhnetur
Rabarbari með kókosbollum

Rabarbari með kókosbollum

Völu kókosbollur hafa nokkrum sinnum áður komið við sögu á þessari síðu. Þannig er að frænka mín á verksmiðjuna og hún á það til að færa okkur splunkunýjar kókosbollur, þá gleymum við öllu heilsu- og hollustutali og “dettum í það” Frænkan er kölluð Kolla og er hér á bæ oftast nefnd Kolla-Kókosbolla (en farið ekki með það lengra…).

RABARBARIKÓKOSBOLLURSALTHNETUR

.

Rabarbari með kókosbollum

ca 5 dl rabarbari skorinn í bita

5 msk sykur

1 dl rjómi

4 msk vatn

1 tsk vanilla

1 dl Ritz kex, mulið gróft

1 dl salthnetur

4-6 kókosbollur

Brúnið sykurinn í potti (þannig að hann verði ljósbrúnn) stöðvið brunann með rjóma og vatni, bætið við vanillu og látið rabarbarann velta í þunnri karamellunni í um 5 mín. við lágan hita. Setjið rabarbarann í eldfast form, stráið Ritzkexi og salthnetum yfir. Skerið kókosbollurnar langsum og leggið yfir þannig að sárið vísi upp. Bakið við 155° í um 30 mín.

Rabarbari kókosbollur
Rabarbari með kókosbollum

RABARBARIKÓKOSBOLLURSALTHNETUR

.

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Pólynesíur – 1. sæti í smákökusamkeppni

Pólynesíur

Pólynesíur. Áhugi á smákökubakstri virðist síst minnka, hafandi verið í dómnefnd í nokkur ár má merkja breytingu þannig að í ár eru þær fjölbreyttari og allur frágangur er vandaðri. Dómnefndin var mjög samstíga í verðlaunasætunum og Kristín Arnórsdóttir vel að fyrsta sætinu komin í smákökusamkeppni Kornax árið 2016. „Flott og góð jólakaka sem bráðnar í munni. Smekkleg og falleg. Gott jafnvægi milli hráefnanna. Karamellan og kókosinn gera gæfumuninn.“ segir í ummælum dómnefndarinnar.

Litríkt veislunammi frá Nínu

Litríkt veislunammi frá Nínu. Nína Jónsdóttir kallar ekki allt ömmu sína. Hún útbýr þessar litríku kúlur sem innihalda lakkrís og súkkulaði. Hægt er að sérpanta hjá henni flesta liti. Sjálf hefur hún gaman af því að halda veislur og vera með litaþema þannig kom þessi hugmynd upphaflega upp fyrir skírnarveislur en svo beint í kjölfarið byrjaði HM stemningin svo Nína fór að gera kúlur í fánalitunum. „Regnboga litirnir fyrir gleðigönguna voru svo eðlilegt framhald enda finnst mér þeir svo fallegir og ég fer alla leið að sjálfsögðu í gleðinni"

Hunangssinnepkjúklingur – sérlega einfaldur og fárárlega góður

Hunangssinnepkjúklingur. Sáraeinfaldir réttir koma oft skemmtilega á óvart, þessi kjúklingaréttur er sérlega einfaldur og fárárlega góður. Kjúklingurinn var steiktur á pönnu og látinn steikjast í gegn á lágum hita en það má líka setja hann í ofn eins og fram kemur í uppskriftinni.

Tante Anne – Det er dejligt

Tante Anne. Birna Sigurðardóttir skrifaði grein um Litu ömmu sína í blað Franskra daga, þar rifjar hún upp köku sem Lita bakaði gjarnan og var í miklu uppáhaldi hjá fjölskyldunni og fleirum. Amma hennar var dönsk og hét fullu nafni Lita Bohn Ipsen Sigurðsson. Hún var læknir eins og eiginmaður hennar Haraldur Sigurðsson og flutti með honum til Fáskrúðsfjarðar þegar hann var skipaður þar héraðslæknir árið 1940.