Auglýsing
Rabarbara- og rauðrófusulta rauðrófur sulta rabarbari rabbarbari
Rabarbara- og rauðrófusulta

Rabarbara- og rauðrófusulta

Það er nú varla til litfegurri sulta en þessi. Rabarbari og rauðrófur passa ótrúlega vel saman, ótrúlegt en satt. Nýtum rabarbarann.

RABARBARIRAUÐRÓFUR

.

Rabarbara- og rauðrófusulta

450 g rabarbari

450 g rauðrófur

3-4 msk vatn

1 msk ferskur sítrónusafi

smá salt

Brytjið rabarbarann frekar smátt og rífið rauðrófurnar. Setjið í pott ásamt vatni, sítrónusafa og salti. Sjóðið í um klst. Setjið í glerkrukkur og lokið þeim strax.

Rabarbara- og rauðrófusulta

Auglýsing