Fáránlega girnileg döðlu- og karamellukaka

Fáránlega girnileg döðlu- og karamellukaka raw food kaka terta, Árdís Hulda, karamella, döðlur, hráterta, raw
Fáránlega girnileg döðlu- og karamellukaka

Fáránlega girnileg döðlu- og karamellukaka

Að loknum hrísgrjónagraut fjölskyldunnar bauð Árdís upp á þessa tertu sem vel má mæla með. Tertan er holl og al­veg hrika­lega girni­leg. Hún er þriggja laga en botn­inn inni­held­ur meðal ann­ars möndl­ur, kókos­flög­ur, döðlur og annað góm­sætt. Þessi slær í gegn í hvaða veislu sem er.

ÁRDÍS HULDA HRÁTERTUR — KARAMELLU..

.

Fáránlega girnileg döðlu- og karamellukaka

Botn:
½ bolli möndl­ur
2 mat­skeiðar hamp­fræ
2 mat­skeiðar hör­fræ
1 ½ mat­skeið kakó­duft
¾ bolli kó­kos­flög­ur
1/ 8 te­skeið salt
8 mjúk­ar döðlur
1 ½ te­skeið vanillu­drop­ar
2 mat­skeiðar hlyns­íróp
1 mat­skeið möndl­umjólk

Kara­mella:
1 bolli döðlur sem legið hafa í bleyti í 15 mín­út­ur
2 mat­skeiðar möndl­u­smjör
2 mat­skeiðar kó­kosol­ía
½ bolli möndl­umjólk
¼ mat­skeið sjáv­ar­salt

Súkkulaðimús:
½ bolli kó­kos­mjólk
360 gr 70%  súkkulaði
2 mat­skeiðar möndl­u­smjör
2 mat­skeiðar kó­kosol­ía
2 te­skeiðar vanillu­drop­ar
¼ bolli hlyns­íróp.

Botn: Settu öll þur­refn­in í mat­vinnslu­vél og blandaðu þar til úr verður fín­gerð mylsna. Bættu þá blautefn­un­um við og láttu mat­vinnslu­vél­ina vinna blönd­una þar til hún er orðin kekk­laus og fín. Bættu möndl­umjólk við eft­ir þörf­um. Færðu svo blönd­una yfir í kökufat og þrýstu henni í botn­inn.

Kara­mella: Þerraðu döðlurn­ar. Settu allt hrá­efnið í mat­vinnslu vél og blandaðu þar til úr verður fljót­andi kara­mella. Smyrðu kara­mell­unni svo á botn­inn.

Súkkulaðimús: Hitaðu kó­kos­mjólk­ina á lág­um hita og bættu svo súkkulaðinu út í og láttu bráðna. Helltu blönd­unni í skál. Hrærðu svo hinum inni­halds­efn­un­um var­lega sam­an við. Helltu að lok­um súkkulaðiblönd­unni yfir kara­mell­una.
Frystu kök­una í nokkr­ar klukku­stund­ir áður en þú berð hana á borð.

Fáránlega girnileg döðlu- og karamellukaka
Hrísgrjónagrautur á laugardegi og kakan góða á eftir

ÁRDÍS HULDA HRÁTERTUR — KARAMELLU..

— FÁRÁNLEGA GIRNILEG DÖÐLU- OG KARAMELLUTERTA —

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Blómkálssalat með rúsínum

Blómkálssalat með rúsínum

Blómkálssalat með rúsínum. Heiðurshjónin Elísa og Kjartan hlupu Laugaveginn um helgina og komu í mat til okkar í hádeginu - spínatlasagna og blómkálssalat. Það er fátt skemmtilegra en að gefa fólki að borða sem tekur hressilega til matar síns. Í upphaflegu uppskriftinni er spergilkál en það það var því miður ekki til í búðinni. Gæti trúað að gott væri að hafa blómkál og spergilkál til helminga. Á myndinni er Kjartan sá sami og grillaði lambalærið ægigóða hér um árið

Sveskjuterta – krydduð og gómsæt

Sveskjuterta

Sveskjuterta. Dagurinn var tekinn snemma og bökuð sveskjuterta. Sumum finnst sveskjur lítið spennandi, þær hafa lengi vel haft á sér stimpilinn "góðar fyrir hægðirnar" og svo ekkert annað...