Fáránlega girnileg döðlu- og karamellukaka
Að loknum hrísgrjónagraut fjölskyldunnar bauð Árdís upp á þessa tertu sem vel má mæla með. Tertan er holl og alveg hrikalega girnileg. Hún er þriggja laga en botninn inniheldur meðal annars möndlur, kókosflögur, döðlur og annað gómsætt. Þessi slær í gegn í hvaða veislu sem er.
— ÁRDÍS HULDA — HRÁTERTUR — KARAMELLU.. —
.
Fáránlega girnileg döðlu- og karamellukaka
Botn:
½ bolli möndlur
2 matskeiðar hampfræ
2 matskeiðar hörfræ
1 ½ matskeið kakóduft
¾ bolli kókosflögur
1/ 8 teskeið salt
8 mjúkar döðlur
1 ½ teskeið vanilludropar
2 matskeiðar hlynsíróp
1 matskeið möndlumjólk
Karamella:
1 bolli döðlur sem legið hafa í bleyti í 15 mínútur
2 matskeiðar möndlusmjör
2 matskeiðar kókosolía
½ bolli möndlumjólk
¼ matskeið sjávarsalt
Súkkulaðimús:
½ bolli kókosmjólk
360 gr 70% súkkulaði
2 matskeiðar möndlusmjör
2 matskeiðar kókosolía
2 teskeiðar vanilludropar
¼ bolli hlynsíróp.
Botn: Settu öll þurrefnin í matvinnsluvél og blandaðu þar til úr verður fíngerð mylsna. Bættu þá blautefnunum við og láttu matvinnsluvélina vinna blönduna þar til hún er orðin kekklaus og fín. Bættu möndlumjólk við eftir þörfum. Færðu svo blönduna yfir í kökufat og þrýstu henni í botninn.
Karamella: Þerraðu döðlurnar. Settu allt hráefnið í matvinnslu vél og blandaðu þar til úr verður fljótandi karamella. Smyrðu karamellunni svo á botninn.
Súkkulaðimús: Hitaðu kókosmjólkina á lágum hita og bættu svo súkkulaðinu út í og láttu bráðna. Helltu blöndunni í skál. Hrærðu svo hinum innihaldsefnunum varlega saman við. Helltu að lokum súkkulaðiblöndunni yfir karamelluna.
Frystu kökuna í nokkrar klukkustundir áður en þú berð hana á borð.
— ÁRDÍS HULDA — HRÁTERTUR — KARAMELLU.. —
— FÁRÁNLEGA GIRNILEG DÖÐLU- OG KARAMELLUTERTA —
—