Baunasúpa með sætum kartöflum
Þó saltkjöt og baunir standi alltaf fyrir sínu má útbúa dýrindis súpu þó hvorki sé í henni saltkjöt né beikon. Sumir setja að það sé óþarfi að leggja baunirnar í bleyti – eflaust styttir það þónokkuð suðutímann. Þessar baunir voru lagðar í bleyti.
.
— BAUNASÚPA — SÚPUR — SÆTAR KARTÖFLUR — SALTKJÖT — SALTKJÖT OG BAUNIR TÚKALL —
.
Baunasúpa með sætum kartöflum
500 g gular baunir
1 laukur, saxaður
1 tsk kúmín
1/3 tsk sterkt sinnep
1 tsk þurrkað engifer
1 tsk hvítlauksduft
1 lítil sæt kartafla, skorin í bita
1 tsk karrý
salt og pipar
vatn
Setjið allt í pott og vatn svo fljóti yfir. Sjóðið í um klst.
.
— BAUNASÚPA — SÚPUR — SÆTAR KARTÖFLUR — SALTKJÖT — SALTKJÖT OG BAUNIR TÚKALL —
.