Auglýsing
Baunasúpa með sætum kartöflum sætar kartöflur vegan sprengidagur gular baunir
Baunasúpa með sætum kartöflum

Baunasúpa með sætum kartöflum. Þó saltkjöt og baunir standi alltaf fyrir sínu má útbúa dýrindis súpu þó hvorki sé í henni saltkjöt né beikon. Sumir setja að það sé óþarfi að leggja baunirnar í bleyti – eflaust styttir það þónokkuð suðutímann. Þessar baunir voru lagðar í bleyti.

.

Auglýsing

BAUNASÚPASÚPURSÆTAR KARTÖFLURSALTKJÖTSALTKJÖT OG BAUNIR TÚKALL

.

Baunasúpa með sætum kartöflum

500 g gular baunir

1 laukur, saxaður

1 tsk kúmín

1/3 tsk sterkt sinnep

1 tsk þurrkað engifer

1 tsk hvítlauksduft

1 lítil sæt kartafla, skorin í bita

1 tsk karrý

salt og pipar

vatn

Setjið allt í pott og vatn svo fljóti yfir. Sjóðið í um klst.

.

BAUNASÚPASÚPURSÆTAR KARTÖFLURSALTKJÖTSALTKJÖT OG BAUNIR TÚKALL

.

3 athugasemdir

  1. Sæll Albert
    Þetta er frábær síða. Miv langar til að spyrja þig um sinnepið í baunasúpunni. Ertu að tala um Dijon sinnep eða duft?
    Bestu kveðjur
    Árdís

  2. Sæll Albert ,flottar uppskriftir hjá þér ,spurning um baunasúpuna er í lagi að nota rauðar kartöflur staðin fyrir sætar ,get méð engu móti borðað sætar ,takk takk

Comments are closed.