Möndlu- og sítrónubaka – alveg extragóð

 Möndlu- og sítrónubaka. Helga Bryndís magnúsdóttir kom með extragóða böku með föstudagskaffinu - það má alveg venjast því að byrja föstudagsmorgna á tertum ;) magnúsdóttir
Möndlu- og sítrónubaka – alveg extragóð

Möndlu- og sítrónubaka. Helga Bryndís kom með extragóða böku með föstudagskaffinu – það má alveg venjast því að byrja föstudagsmorgna á tertum 😉

.

SÍTRÓNUBÖKURMÖNDLURHELGA BRYNDÍS FÖSTUDAGSKAFFIÐ

.

Möndlu- og sítrónubaka

200 g hveiti ( ekki glúteinríkt )
100 g smjör (kalt)
2 msk sykur
1 msk vatn, ísjökulkalt
1 eggjarauða
salt á hnífsoddi

Blanda öllu saman með fingrunum, vinna deigið sem minnst. Setja í plast og kæla í klukkustund (láta glúteinin jafna sig). Fletja út í bökuform og pikka með gaffli. Gott að kæla aftur en ekki nauðsynlegt. Baka við 180°í um 15 min. Fari botninn að lyfta sér má setja á hann farg.

Fylling:
100 g smátt saxaðar möndlur
100 g sykur
rifið hýði af tveimur sítrónum
safi úr tveimur sítrónum
75 g smjör
4 egg

Blanda öllu saman í matvinnsluvél

og hella í bökuna. Baka við 180°C í um 20 min, kannski meira, þar til bakan er gullinbrún og fögur.

Möndlu- og sítrónubaka
Möndlu- og sítrónubaka

.

SÍTRÓNUBÖKURMÖNDLURHELGA BRYNDÍS FÖSTUDAGSKAFFIÐ

— MÖNDLU- OG SÍTRÓNUBAKA —

.

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Vöfflur – klassísk uppskrift úr bókinni Við matreiðum

Vöfflur. Fátt er dásamlegra en ilmur af nýbökuðum vöfflum. Það er einhver óútskýrð hlýja sem fylgir þeim. Hér er uppskrif úr hinni ágætu bók Við matreiðum, bók sem ég eignaðist fyrir 35 árum og fletti reglulega upp í. Við matreiðum er hin fínasta bók, hún kom fyrst út árið 1976 og nýlega kom sjötta útgáfan út.

Peruterta, þessi gamla góða

20160830_152036

Peruterta. Í minningunni voru perutertur í öllum barnaafmælum og flestum fermingarveislum í mínu ungdæmi. Botnarnar voru mjúkir og gegnblautir. Þegar ég sá á fasbókinni að Borghildur Jóna var að baka eina slíka fyrir afmæli sonar síns, fékk ég fortíðarþráhyggjukast og bað hana um mynd og uppskrift. Ég bara stóðst ekki mátið.

Hjónabandssæla

Hjónabandssæla

Mjúk og góð hjónabandssæla er góð með kaffinu. Stundum verða hjónabandssælur seigar, kannski vegna þess að þær eru bakaðar of lengi. En eflaust líkar einhverjum að hafa þær seigar.