Appelsínublúndur

0
Auglýsing
Appelsínublúndur appelsínur appelsínusmákökur jólasmákökur Appelsínublúndur smákökur Svanhvít Yrsa Árnadóttir smákökusamkeppni jólasmákökur jólabakstur jólin jól heiðar jónsson blúndur bakstur fyrir jólin smákökur með appelsínubragði
Appelsínublúndur

Appelsínublúndur

Við dæmdum smákökusamkeppni hjá Íslensku lögfræðistofunni á dögunum. Fengum með okkur Heiðar Jónsson sem heillaði alla upp úr skónum. Kökurnar voru hver annari betri og dómnefndinni mikill vandi á höndum. Svanhvít Yrsa Árnadóttir sigraði.

— SMÁKÖKURJÓLINJÓLINAPPELSÍNURHEIÐAR JÓNSSONSMÁKÖKUSAMKEPPNI

Auglýsing

.

Appelsínublúndur
Starfsfólk og dómarar í smákökusamkeppni Íslensku lögfræðistofunnar. Svanhvít Yrsa er önnur frá vinstri í fremri röð

Appelsínublúndur

70 g smjör

70 g haframjöl

110 g sykur

1 egg

1 tsk hveiti

1 tsk lyftiduft

150 – 200 g rjómasúkkulaði með appelsínubragði

Smjörið er brætt í potti við vægan hita. Haframjöli er hrært út í. Blandan á að vera ylvolg. Þá er sykri og eggi hrært í og síðan hveiti og lyftidufti. Gott er að láta deigið standa í 10-15 mínútur. Bakið á plötu með bökunarpappír. Deigið er sett í doppur á stærð við krónupening. Hámark 6-9 á hverja plötu því að kökurnar renna mikið út. Bakað við 180° í 5-6 mínútur eða þar til kökurnar hafa fengið fallegan lit. Dýfið kökunum til hálfs í brætt súkkulaðið og látið storkna á bökunarpappír.

Verði ykkur að góðu! J

Appelsínublúndur
Mikill metnaður var í framsetningu.
Appelsínublúndur
Dómnefndin að störfum, Albert, Heiðar og Bergþór.

— SMÁKÖKURJÓLINJÓLINAPPELSÍNURHEIÐAR JÓNSSONSMÁKÖKUSAMKEPPNI

— APPELSÍNUBLÚNDUR —

Fyrri færslaBoeuf bourguignon all´italiana með ofnsteiktum kartöflum
Næsta færslaHnetusmjörs-, banana- og kókósrjómaís