Appelsínublúndur. Við dæmdum smákökusamkeppni hjá Íslensku lögfræðistofunni á dögunum. Fengum með okkur Heiðar Jónsson sem heillaði alla upp úr skónum. Kökurnar voru hver annari betri og dómnefndinni mikill vandi á höndum. Svanhvít Yrsa Árnadóttir sigraði.
— SMÁKÖKUR — JÓLINJÓLIN — APPELSÍNUR — HEIÐAR JÓNSSON — SMÁKÖKUSAMKEPPNI —
.
Appelsínublúndur
70 g smjör
70 g haframjöl
110 g sykur
1 egg
1 tsk hveiti
1 tsk lyftiduft
150 – 200 g rjómasúkkulaði með appelsínubragði
Smjörið er brætt í potti við vægan hita. Haframjöli er hrært út í. Blandan á að vera ylvolg. Þá er sykri og eggi hrært í og síðan hveiti og lyftidufti. Gott er að láta deigið standa í 10-15 mínútur. Bakið á plötu með bökunarpappír. Deigið er sett í doppur á stærð við krónupening. Hámark 6-9 á hverja plötu því að kökurnar renna mikið út. Bakað við 180° í 5-6 mínútur eða þar til kökurnar hafa fengið fallegan lit. Dýfið kökunum til hálfs í brætt súkkulaðið og látið storkna á bökunarpappír.
Verði ykkur að góðu! J
–
— SMÁKÖKUR — JÓLINJÓLIN — APPELSÍNUR — HEIÐAR JÓNSSON — SMÁKÖKUSAMKEPPNI —
–