Appelsínublúndur

Appelsínublúndur appelsínur appelsínusmákökur jólasmákökur Appelsínublúndur smákökur Svanhvít Yrsa Árnadóttir smákökusamkeppni jólasmákökur jólabakstur jólin jól heiðar jónsson
Appelsínublúndur

Appelsínublúndur. Við dæmdum smákökusamkeppni hjá Íslensku lögfræðistofunni á dögunum. Fengum með okkur Heiðar Jónsson sem heillaði alla upp úr skónum. Kökurnar voru hver annari betri og dómnefndinni mikill vandi á höndum. Svanhvít Yrsa Árnadóttir sigraði.

— SMÁKÖKURJÓLINJÓLINAPPELSÍNURHEIÐAR JÓNSSONSMÁKÖKUSAMKEPPNI

.

Appelsínublúndur
Starfsfólk og dómarar í smákökusamkeppni Íslensku lögfræðistofunnar. Svanhvít Yrsa er önnur frá vinstri í fremri röð

Appelsínublúndur

70 g smjör

70 g haframjöl

110 g sykur

1 egg

1 tsk hveiti

1 tsk lyftiduft

150 – 200 g rjómasúkkulaði með appelsínubragði

Smjörið er brætt í potti við vægan hita. Haframjöli er hrært út í. Blandan á að vera ylvolg. Þá er sykri og eggi hrært í og síðan hveiti og lyftidufti. Gott er að láta deigið standa í 10-15 mínútur. Bakið á plötu með bökunarpappír. Deigið er sett í doppur á stærð við krónupening. Hámark 6-9 á hverja plötu því að kökurnar renna mikið út. Bakað við 180° í 5-6 mínútur eða þar til kökurnar hafa fengið fallegan lit. Dýfið kökunum til hálfs í brætt súkkulaðið og látið storkna á bökunarpappír.

Verði ykkur að góðu! J

Appelsínublúndur
Mikill metnaður var í framsetningu.
Appelsínublúndur
Dómnefndin að störfum, Albert, Heiðar og Bergþór.

— SMÁKÖKURJÓLINJÓLINAPPELSÍNURHEIÐAR JÓNSSONSMÁKÖKUSAMKEPPNI

— APPELSÍNUBLÚNDUR —

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Sítruskaka Diddúar

Söngdrottningin Diddú bauð í sunnudagskaffi. Við hjóluðum á óðal þeirra hjóna í Mosfellsdalnum. Diddú hefur, að því er virðist, lítið fyrir matseldinni en galdrar fram veislurétti eins og ekkert sé. Þessi sítruskaka er næstum því óbærilega góð og ég hvet ykkur til að baka hana við fyrsta tækifæri - og ef það er ekkert tækifæri þá búið þið til tækifæri. Polenta er kornmjöl, unnið úr maís.

Hægelduð kínóa og kókossúpa

Hægelduð kínóa og kókossúpa. Það er kjörið að setja allt í pottinn, láta suðuna koma upp og slökkva undir.  Síðan er ágætt að pakka pottinum vel inn í handklæði, svuntur, þurrkustykki og annað sem er við höndina. Þannig helst hitinn og súpan síður á meðan þið farið t.d. út að hlaupa eða hjóla. Hitinn helst alveg í nokkra klukkutíma með þessu móti.