Riz à l’amande eftirréttur

Riz à l'amande eftirréttur ragga gísla Riz à l’amande ris ala mande mand sveskjur Riz a l´amande sveskjumauk kvennaskóli gísla ragnhildur gísladóttir bogga kvennaskóli kaupmannahöfn Danmörk grautur rís ala mandle
Riz à l’amande eftirréttur

Riz à l’amande eftirréttur

Í gamla daga þótti mikil upphefð fyrir ungar stúlkur að komast á kvennaskóla í Kaupmannahöfn. Stuðmannasöngkonan unglega Ragnhildur Gísladóttir sagði mér frá þessum eftirrétti en hann kom með ungri íslenskri stúlku til landsins fyrir langa langa löngu. Stúlkan sú sem kölluð var Bogga (f.v. tengdamóðir Röggu) hafði lært á einum af þessum kvennaskólum í Kaupmannahöfn. Þið megið gjarnan deila þessum frábæra jólaeftirrétti á Facebókinni, Pinterest og víðar.

.

RAGGA GÍSLADANMÖRKHRÍSGRJÓNEFTIRRÉTTIRJÓLINMÖNDLUGRAUTUR

.

Riz à l’amande eftirréttur

Riz à l’amande:

1 1/2 dl grautargrjón
1/2 l mjólk
1 tsk vanilla
2 msk sykur
1/2 tsk salt
1 peli rjómi þeyttur
1 msk möndluflögur

Sveskjumauk:

2 b sveskjur

vatn

smá salt

2 msk Grand Marnier

 

ca 20 makkarónukökur

1 1/2 dl portvín

100 g marsipan

Setjið hrísgrjón, mjólk, vanillu, salt og sykur í pott og sjóðið í um 30 mín. Kælið.

Þeytið rjómann og blandið honum saman við grautinn ásamt möndluflögunum.

Saxið sveskjurnar og setjið í pott ásamt vatni, salti og Grandi. Sjóðið í um 10 mín. Kælið.

Myljið makkarónukökurnar og setjið í botninn, hellið portvíni yfir. Dreifið sveskjumaukinu þar yfir. Skerið marsípanið í sneiðar og leggið yfir. Setjið Riz à l’amande yfir. Skreytið t.d. með jarðarberjum, sveskjum og vínberjum.

Riz à l’amande eftirréttur
Ris a la mande
Riz à l’amande eftirréttur
Úr þættinum LÍFIÐ ER LJÚFFENGT

— RIZ Á L´AMANDE EFTIRRÉTTUR — 

🌲🌲🌲

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Þurrkuð bláber

Þurrkuð bláber. Í þeirri ágætu bók Grænmeti og ber allt árið, sem af flestum var aldrei kölluð annað en Ber allt árið, útskýrir Helga Sigurðardóttir hvernig þurrka skuli bláber.

Sælkeraskúffa – sælkeraskúffa

Sælkeraskúffa. Hef lengi verið talsmaður þess að fólk minnki sykur í uppskriftum. Bæði er það að við eigum að vera meðvituð um óhollustu sykurs og líka að margt það hráefni sem notað er inniheldur sykur og þurrkaðir ávextir eru fínn sætugjafi. Þá er æskilegt að draga niður sætustuðul þjóðarinnar.  Sætindi með kaffinu, eins og uppskriftin er að hér að neðan, bragðast betur ef eitthvað er þó sykurinn fljóti ekki út um eyru og nef.....

Rice krispies góðgæti með Þristi

 

 

Rice krispies góðgæti með Þristi. Nína frænka mín er af annálaðri myndarfjölskyldu. Hún birti myndband á fasbókinni þar sem hún galdraði fram Rice krispies bombu með Þristi. Auðvitað fékk ég vatn í munninn, langaði helst að stökkva á hjólið og hjóla heim til hennar í kaffi.