Riz à l’amande eftirréttur

Riz à l'amande eftirréttur ragga gísla Riz à l’amande ris ala mande mand sveskjur Riz a l´amande sveskjumauk kvennaskóli gísla ragnhildur gísladóttir bogga kvennaskóli kaupmannahöfn Danmörk grautur rís ala mandle
Riz à l’amande eftirréttur

Riz à l’amande eftirréttur

Í gamla daga þótti mikil upphefð fyrir ungar stúlkur að komast á kvennaskóla í Kaupmannahöfn. Stuðmannasöngkonan unglega Ragnhildur Gísladóttir sagði mér frá þessum eftirrétti en hann kom með ungri íslenskri stúlku til landsins fyrir langa langa löngu. Stúlkan sú sem kölluð var Bogga (f.v. tengdamóðir Röggu) hafði lært á einum af þessum kvennaskólum í Kaupmannahöfn. Þið megið gjarnan deila þessum frábæra jólaeftirrétti á Facebókinni, Pinterest og víðar.

.

RAGGA GÍSLADANMÖRKHRÍSGRJÓNEFTIRRÉTTIRJÓLINMÖNDLUGRAUTUR

.

Riz à l’amande eftirréttur

Riz à l’amande:

1 1/2 dl grautargrjón
1/2 l mjólk
1 tsk vanilla
2 msk sykur
1/2 tsk salt
1 peli rjómi þeyttur
1 msk möndluflögur

Sveskjumauk:

2 b sveskjur

vatn

smá salt

2 msk Grand Marnier

 

ca 20 makkarónukökur

1 1/2 dl portvín

100 g marsipan

Setjið hrísgrjón, mjólk, vanillu, salt og sykur í pott og sjóðið í um 30 mín. Kælið.

Þeytið rjómann og blandið honum saman við grautinn ásamt möndluflögunum.

Saxið sveskjurnar og setjið í pott ásamt vatni, salti og Grandi. Sjóðið í um 10 mín. Kælið.

Myljið makkarónukökurnar og setjið í botninn, hellið portvíni yfir. Dreifið sveskjumaukinu þar yfir. Skerið marsípanið í sneiðar og leggið yfir. Setjið Riz à l’amande yfir. Skreytið t.d. með jarðarberjum, sveskjum og vínberjum.

Riz à l’amande eftirréttur
Ris a la mande
Riz à l’amande eftirréttur
Úr þættinum LÍFIÐ ER LJÚFFENGT

— RIZ Á L´AMANDE EFTIRRÉTTUR — 

🌲🌲🌲

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Sítrónumatarboð hjá Sigurlaugu Margréti

Sigurlaug Margrét Jónasdóttir er gestgjafi af guðs náð. Ekki aðeins er hún snilldarkokkur, heldur verður andrúmsloftið létt og frjálslegt í kringum hana, þar sem allt virðist auðvelt og flest verður tilefni húmors og gjallandi hláturs.

Leiðir okkar Sigurlaugar lágu fyrst saman í geysivinsælum matarþætti, sem hún annaðist í útvarpinu. Hún hefur áður komið við sögu hér á síðunni, en við skrifuðum niður KJÚKLINGARÉTT, sem hún sagði frá í útvarpsþætti fyrir margt löngu.

Marenering á grillkjöti

Marenering á grillkjöti. Á dögunum var manndómsvígsla að hætti Ásatrúarmanna í fjölskyldunni. Að henni lokinni var boðið í hlöðugrill. Höskuldur úrbeinaði nokkra lambsskrokka og marineraði af mikilli kúnst og grillaði í holu. Kjötið í var afar bragðgott og meyrt. Það er mikill vandi að grilla kjöt svo gott verði og jafn mikill vandi að holugrilla.

Hrökkbrauðið hrjúfa

Hrökkbrauðið hrjúfa

Hrökkbrauðið hrjúfa. Heimabakað hrökkbrauð er gott með ostum, með salati, sem snakk milli mála og með súpu. Sólrún bauð okkur í kaffi og hafði bakað þetta hrökkbrauð sem er afar ljúffengt.

Gott er að strá Maldon salti yfir þegar búið að að fletja út nú eða gera eins og Guðrún og bæta kúmeni í fræblönduna (veit ekki hver Guðrún er en þetta stóð svona í uppskriftinni sem ég fékk hjá Sólrúnu)