Biscotti Fríðu Bjarkar

Biscotti Fríðu Bjarkar bakað tvisvar latína möndlur anís fríða björk ingvarsdóttir
Fátt er betra en gott biscotti til að dýfa í kaffið

Biscotti Fríðu Bjarkar

Nafnið biscotti er upprunalega úr latínu og þýðir „bakað tvisvar“ en það er einmitt raunin með þessar kökur. Fríða Björk bakar undurgott ítalskt biscotti með anís fyrir hver jól og gefur vinum og vandamönnum. Fátt er betra en gott biscotti til að dýfa í kaffið.

.

ÍTALÍABISCOTTILHI JÓLIN

.

Biscotti Fríðu Bjarkar

1 1/4 b heilar möndlur

3 1/4 b hveiti

1 tsk lyftiduft

3/4 tsk anís

3 egg

1 b sykur

1/4 b sítrónubörkur

1/3 tsk salt

Setjið möndlurnar í ofnskúffu og bakið í 175° heitum ofni í 8-10 mín. Látið kólna og saxið gróft.

Blandið öllum hráefnunum vel saman. Mótið tvær lengjur (aðeins kúftar) og bakið á bökunarpappírsklæddri ofnplötu um 25 mín við 175° eða þar til þær eru ljós gylltar. Takið úr ofninu og látið kólna í um 10 mín. Skerið í sneiðar, raðið á bökunarpappír og bakið í um 10 mín. snúið þeim þá við og bakið í aðrar 10 mín.

Til tilbreytingar má setja 1 bolla af rúsínum og annan af söxuðum valhnetum. Svo má setja aðra þurrkaða ávexti. Í staðinn fyrir anís má setja fennel eða kóríander.

.

ÍTALÍABISCOTTILHI JÓLIN

— BISCOTTI FRÍÐU BJARKAR —

.

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Ostasalat og vefjur hjá handverkskonum í Stykkishólmi

Ostasalat og vefjur hjá handverkskonum í Stykkishólmi. Hópur harðduglegra kvenna hefur komið saman í tvo áratugi og útbúið handverk í Stykkishólmi. Afraksturinn selja þær í Gallerýi Lunda í bænum. Við Bergþór drukkum með þeim kaffi á dögumum og fengum í kaupbæti uppskriftir af ostasalati og þessum undurgóðu vefjum.

Sablés Breton – bretónskar smákökur

Sablés Bretons

Sablés Breton - bretónskar smákökur. Í tilefni þess að Jón Björgvin frændi minn fermist í dag þá er hér uppskrift sem birtist í blaði Franskra daga fyrir sex árum. Jón fékk það vandasama verkefni að halda á kökunum í myndatöku, í glampandi sól.

Moussaka

Moussaka

Moussaka. Einfaldasta lýsing á moussaka er: ofnréttur með eggaldini. Það kom mér gríðarlega á óvart, þegar ég fór að leita að góðri uppskrift að moussaka