Biscotti Fríðu Bjarkar

Biscotti Fríðu Bjarkar bakað tvisvar latína möndlur anís fríða björk ingvarsdóttir
Fátt er betra en gott biscotti til að dýfa í kaffið

Biscotti Fríðu Bjarkar

Nafnið biscotti er upprunalega úr latínu og þýðir „bakað tvisvar“ en það er einmitt raunin með þessar kökur. Fríða Björk bakar undurgott ítalskt biscotti með anís fyrir hver jól og gefur vinum og vandamönnum. Fátt er betra en gott biscotti til að dýfa í kaffið.

.

ÍTALÍABISCOTTILHI JÓLIN

.

Biscotti Fríðu Bjarkar

1 1/4 b heilar möndlur

3 1/4 b hveiti

1 tsk lyftiduft

3/4 tsk anís

3 egg

1 b sykur

1/4 b sítrónubörkur

1/3 tsk salt

Setjið möndlurnar í ofnskúffu og bakið í 175° heitum ofni í 8-10 mín. Látið kólna og saxið gróft.

Blandið öllum hráefnunum vel saman. Mótið tvær lengjur (aðeins kúftar) og bakið á bökunarpappírsklæddri ofnplötu um 25 mín við 175° eða þar til þær eru ljós gylltar. Takið úr ofninu og látið kólna í um 10 mín. Skerið í sneiðar, raðið á bökunarpappír og bakið í um 10 mín. snúið þeim þá við og bakið í aðrar 10 mín.

Til tilbreytingar má setja 1 bolla af rúsínum og annan af söxuðum valhnetum. Svo má setja aðra þurrkaða ávexti. Í staðinn fyrir anís má setja fennel eða kóríander.

.

ÍTALÍABISCOTTILHI JÓLIN

— BISCOTTI FRÍÐU BJARKAR —

.

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Gazpacho súpa

Gazpacho súpa. Andalúsíumenn á Spáni hafa útbúið kalda Gazpacho súpu öldum saman, grunnurinn er tómatar en síðan má nota allskonar grænmeti.

Gazpacho "Del gazpacho no hay empacho" er sagt á Spáni sem útleggst; maður fær ekki órólegan maga af gazpacho.

Bazaar Oddsson veitingahús

Bazaar dscf3877 Bazaar dscf3922

Bazaar Oddsson veitingahús. Veitingastaðurinn Bazaar er á jarðhæðinni í JL húsinu, en á efri hæðum er Oddsson hótel/hostel sem opnaði í sumar. Bazaar er stór og rúmgóður veitingastaður og kaffihús. Staðurinn skiptist í fjögur svæði, kaffihús, bistro, bar og fínni restaurant.

Fyrirlestur um borðsiði, kurteisi og mikilvægi viðskiptamálsverða

Fyrirlestur um borðsiði, kurteisi og mikilvægi viðskiptamálsverða. Ræddum við mjög líflegt starfsfólk Seðlabankans um borðsiði, kurteisi en þó mest um viðskiptamálsverði. Mikill munur er á að fara út að borða með vinum eða fara í viðskiptamálsverð. Dags daglega erum við bæði frjálsleg og laus við öll formlegheit. Þegar kemur að viðskiptamálsverðum verður að hafa mikilvægi þeirra í huga og því getur verið nauðsynlegt að koma vel undir búinn. 

Marengsrúlluterta með myntukremi – Þjóðlegt með kaffinu

Marengsrúlluterta með myntukremi. Jóna Símonía Bjarnadóttir og Guðfinna M. Hreiðarsdóttir gefa út bækurnar Þjóðlegt með kaffinu og Þjóðlegar hnallþórur. Þær halda einnig úti síðu á fasbókarsíðunni Þjóðlegt með kaffinu. Þær eru báðar sagnfræðingar þannig að áhuginn á matargerð fyrri tíma á sér fræðilegan bakgrunn. Hugmyndin að bókunum kviknaði fyrir nokkrum árum þegar þær voru að velta fyrir sér hvað væri hægt að selja erlendum ferðamönnum sem væri bæði létt og fyrirferðarlítið í farangri.