Kókosköku- uppskrift múttu

Kókosköku- uppskrift múttu Kókoskaka, sveinbjörg Þórhallsdóttir, Grand Marnier, makkarónur, föstudagskaffið, kókos, terta
Kókosköku- uppskrift múttu

Kókosköku- uppskrift múttu!

Enn einn föstudagskaffiglaðningurinn. Sveinbjörg bakaði tertu úr uppskriftasafni ömmu sinnar. Það þarf nú varla að taka það fram að tertan var borðuð upp til agna (af mikilli áfergju).

.

SVEINBJÖRGGRAND MARNIERJARÐARBERKÓKOSTERTAFÖSTUDAGSKAFFI

.

 Kókosköku- uppskrift múttu

Botnar:
4 eggjahvítur
1 bolli sykur
2 bollar kókosmjöl
100 g brytjað dökkt súkkulaði

Á milli:
1 peli rjómi
250 g fersk jarðarber
15 makkarónur
Grand Marnier

Þeytið vel saman eggjahvítum og sykri vel saman. Blandið kókosmjöli og súkkulaði varlega saman við. Setjið í 2 form bakið við 150 gr í ca 30 mín. kælið

Setjið annan botninn á tertudisk. Þeytið rjómann, skerið jarðarberin gróft og blandið þeim saman við – dreifið yfir botninn. Vætið makkarónukökurnar í Grandi og leggið ofan á. Setjið loks hinn botninn yfir. Látið tertuna standa í ísskáp í nokkrar klukkutíma áður en hún er borin fram.

SVEINBJÖRGGRAND MARNIERJARÐARBERKÓKOSTERTAFÖSTUDAGSKAFFI

— KÓKOSKÖKU – UPPSKRIFT MÖMMU —

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Eplaréttur með beikoni og timian

Eplaréttur með beikoni og timjan

Eplaréttur með beikoni og timian. Alltaf gaman að prófa nýja rétti, eitthvað nýtt og óvænt. Samsetningin kom mér þægilega á óvart, bæði smakkaði ég eplaréttinn einan og sér og einnig sem meðlæti með eggjaköku. Hvort tveggja mjög gott.

Fyrirlestrar um mat, borðsiði og kurteisi

Fyrirlestrar um mat, borðsiði og kurteisi. Frá upphafi síðasta árs hafa á blogginu birst færslur um borðsiði, kurteisi og annað slíkt. Við vinnslu þessara pistla naut ég velvildar fjölmargra sem lásu yfir og gáfu góð ráð. Sjálfur hef ég lært heil óslöp. Síðustu mánuði hef ég farið víða og haldið, mér til mikillar ánægju, fyrirlestra um mat, áhrif matar, borðsiði og kurteisi. Myndirnar eru teknar á fyrirlestri hjá Starfsmannafélagi Hagstofunnar, þar voru líflegar umræður, áhugasamir þátttakendur og gaman.