Hjartalaga smákökur

Hjartalaga smákökur

Hjartalaga smákökur. Þó við séum svo ljónheppin að hafa átt í óteljandi áratugi dag elskenda (piltadag og stúlknadag) hafa margið kosið að gera sér dagamun á Valentínusardaginn. Og af því að Valentínusardagurinn er á næstunni er kjörið að baka hjartalaga smákökur. Þessar eru afar einfaldar og fljótlegar.

Hjartalaga smákökur

2 b möndlumjöl

1 tsk heilhveiti (eða glútenlaust hveiti)

1/4 b kókosolía, fljótandi

2 msk Maple síróp (eða rúmlega það)

smá salt

Jarðarberjachiahlaup:

1 b frosin eða fersk jarðarber

1 1/2 msk síróp

2 msk chia fræ

smá salt

Jarðarberjachiahlaup: Látið jarðarberin þiðna, setjið þau í blandara og maukið vel, bætið saman við sírópi, chia fræjum og salti. Blandið saman. Setjið ofan á smákökurnar.

Blandið saman möndlumjöli, heilhveiti, kókosolíu, sírópi og saltið með sleif. Setjið smjörpappír á bökunarplötu, mótið litlar hjartalagakökur með höndunum, hafið smá dæld í miðjunni og setjið jarðarberjachiahlaupið þar, ca eina tsk á hverja köku. Bakið í 10 mín við 170°

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Lífsstílskaffi í Gerðubergi

Lífsstílskaffi, fyrirlestur í Gerðubergi í kvöld kl 20. Af heimasíðu Gerðubergs:  „Matseld, veislur, borðsiðir og kurteisi eru Albert Eiríkssyni hugleikin, en hann er einn kunnasti matgæðingur landsins og þekktur fyrir skemmtilegar veislur og afbragðsgóðar uppskriftir. Á lífsstílskaffi marsmánaðar segir Albert frá breytingum sem hann upplifði við að taka mataræðið til endurskoðunar. Þá verður farið yfir undirbúning og skipulagningu á veislum og nokkra helstu borðsiðina.

Albert Eiríksson heldur úti einni vinsælustu matarbloggsíðu landsins,alberteldar.com. Fyrir utan fjölbreyttar uppskriftir má þar finna færslur um borðsiði, umfjallanir um veitinga- og kaffihús, gamlan og nýjan fróðleik."