Hjartalaga smákökur. Þó við séum svo ljónheppin að hafa átt í óteljandi áratugi dag elskenda (piltadag og stúlknadag) hafa margið kosið að gera sér dagamun á Valentínusardaginn. Og af því að Valentínusardagurinn er á næstunni er kjörið að baka hjartalaga smákökur. Þessar eru afar einfaldar og fljótlegar.
Hjartalaga smákökur
2 b möndlumjöl
1 tsk heilhveiti (eða glútenlaust hveiti)
1/4 b kókosolía, fljótandi
2 msk Maple síróp (eða rúmlega það)
smá salt
Jarðarberjachiahlaup:
1 b frosin eða fersk jarðarber
1 1/2 msk síróp
2 msk chia fræ
smá salt
Jarðarberjachiahlaup: Látið jarðarberin þiðna, setjið þau í blandara og maukið vel, bætið saman við sírópi, chia fræjum og salti. Blandið saman. Setjið ofan á smákökurnar.
Blandið saman möndlumjöli, heilhveiti, kókosolíu, sírópi og saltið með sleif. Setjið smjörpappír á bökunarplötu, mótið litlar hjartalagakökur með höndunum, hafið smá dæld í miðjunni og setjið jarðarberjachiahlaupið þar, ca eina tsk á hverja köku. Bakið í 10 mín við 170°