Hjartalaga smákökur

Hjartalaga smákökur

Hjartalaga smákökur. Þó við séum svo ljónheppin að hafa átt í óteljandi áratugi dag elskenda (piltadag og stúlknadag) hafa margið kosið að gera sér dagamun á Valentínusardaginn. Og af því að Valentínusardagurinn er á næstunni er kjörið að baka hjartalaga smákökur. Þessar eru afar einfaldar og fljótlegar.

Hjartalaga smákökur

2 b möndlumjöl

1 tsk heilhveiti (eða glútenlaust hveiti)

1/4 b kókosolía, fljótandi

2 msk Maple síróp (eða rúmlega það)

smá salt

Jarðarberjachiahlaup:

1 b frosin eða fersk jarðarber

1 1/2 msk síróp

2 msk chia fræ

smá salt

Jarðarberjachiahlaup: Látið jarðarberin þiðna, setjið þau í blandara og maukið vel, bætið saman við sírópi, chia fræjum og salti. Blandið saman. Setjið ofan á smákökurnar.

Blandið saman möndlumjöli, heilhveiti, kókosolíu, sírópi og saltið með sleif. Setjið smjörpappír á bökunarplötu, mótið litlar hjartalagakökur með höndunum, hafið smá dæld í miðjunni og setjið jarðarberjachiahlaupið þar, ca eina tsk á hverja köku. Bakið í 10 mín við 170°

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Apríkósukryddmauk

aprikosukryddmauk

Apríkósukryddmauk á vel við með mörgum réttum, t.d. bauna-, grænmetis- og kjötréttum.  Svo má líka nota það ofan á (ristað)brauð og með ostum. Þegar ég smakkaði apríkósumauk í fyrsta sinn upplifði ég það eins og ígildi góðrar sósu.

Bananabrauð

Bananabrauð. Ilmurinn af nýbökuðu bananabrauði fyllir vitin, brauðið rennur ljúflega niður með góðu hollu viðbiti. Best er að nota vel þroskaða banana. Einfalt og gott brauð - bökum og bökum :)