Saltfisksalat

Saltfisksalat SALAT SALTFISKUR EKTAFISKUR HAUGANES ELVAR fiskisalat fisksalat fiskisalat
Saltfisksalat

Saltfisksalat

Saltfiskveislan heldur áfram, salat með saltfiski er alveg ótrúlega gott og má vel mæla með í næstu veislu – þetta er ekki síðra en gott túnfisksalat eða rækjusalat. Eins og áður er það gæða saltfiskur frá Ektafiski.

💛

6/7 Miðjarðarhafið 

💛

EKTAFISKURSALTFISKURSNITTUR — SALÖT HAUGANES — MIÐJARÐARHAFIÐTÚNFISKSALÖTRÆKJUSALÖT

💛

Saltfisksalat

600 g soðinn saltfiskur
4 dl mjólk
1 ds sýrður rjómi
3/4 b mæjónes
3-4 hvítlauksrif, söxuð smátt
1/2 tsk pipar, smá cayenne.

Sjóðið saltfiskinn í mjólk og kælið. Takið roðið af og stappið með gaffli, ekki mjög smátt, ekki er verra að finna fyrir saltfiskbitum undir tönn.

Blandið sýrðum rjóma, mæjónesi, hvítlauk, hvítlauk og kryddi saman í skál og hrærið saltfiskinn út í.  Hlutföllin er nokkuð frjálsleg. Gott er að láta salatið standa yfir nótt.

💛

EKTAFISKURSALTFISKURSNITTUR — SALÖT HAUGANES — MIÐJARÐARHAFIÐTÚNFISKSALÖTRÆKJUSALÖT

SALTFISKSALAT

💛

Saltfisksalat. Færslan er unnin í samvinnu við  Ektafisk
Auglýsing

Meira úr sama flokki

Steypiboðstertan

Steypiboðstertan. Vinkonur Jóhönnu frænku minnar komu henni á óvænt með Baby Shower boði sem kallast Steypiboð á íslensku. Meðal góðra kaffiveitinga þar var þessi góða og fallega terta. Það þarf ekki alltaf að flækja málin, vel má bjarga sér á pakkatertum eins og frá Betty Crocker eins og gert er hér.Saltkaramellusmjörkrem, sem er alveg himneskt, á milli, á hliðarnar og ofan á. Ofan á það fór svo bleikt súkkulaði frá Allt í köku.

Marshall restaurant á ferskum Grandagarði

Marshall restaurant. Glaðir vorvindar geysast um Grandann í Reykjavík og miðbærinn hefur nú teygt sig alla leið þangað. Marshall restaurant í samnefndu húsi er hluti af nýjum ferskum Grandagarði.

Á fyrstu hæðinni í Marshall húsinu er rúmgóður veitingastaður, hann er bjartur enda stórir gluggar í báðar áttir. Yndislegt útsýni er yfir höfnina þar sem bátar af ýmsum stærðum og gerðum sigla inn og út. Fín hnífapör og hvítar tauservíettur, alltaf segir það nú sitthvað um staðinn og sem fyrstu áhrif sem maður fær á tilfinninguna fyrir því að hér sé vandað til verka.

Kaldur brauðréttur úr Gnúpverjahreppi

Kaldur brauðréttur úr Gnúpverjahreppi. Konurnar í kvenfélagi Gnúpverja stóðu fyrir glæsilegu kaffisamsæti og fengu okkur Bergþór til að tala um líf okkar, borðsiði og ýmislegt skemmtilegt. Meðal þess sem var á boðstólnum var þessi kaldi brauðréttur sem bragðaðist undurvel. Hér má sjá meira um veisluna þeirra og fyrirlesturinn