Auglýsing
Bláberja- og rabarbarakaka er fljótleg og bragðgóð bláber rabarbari rabbabari fljótlegt
Bláberja- og rabarbarakaka er fljótleg og bragðgóð

Bláberja- og rabarbarakaka

Einfalt, þægilegt og gott með kaffinu eða sem eftirréttur. Víða eru til frosin bláber frá berjasumrinu mikla og sama með rabarbarann. Bökum og njótum.

🫐

— BLÁBERRABARBARITERTURBAKSTUREFTIRRÉTTIRKAFFIMEÐLÆTI

🫐

Bláberja- og rabarbarakaka

1-2 b bláber (frosin eða fersk)
1-2 dl frosinn rabarbari í bitum
175 g smjör
1/2 b sykur
2/3 b hveiti
1 tsk lyftiduft
1 tsk vanillusykur
1/3 tsk salt
2 egg
2 msk kókosmjöl

Setjið bláber og rabarbara í botninn á formi.
Bræðið smjör í potti. Bætið við sykri, hveiti, lyftidufti, vanillusykri og salti. Blandið vel saman, bætið við eggjum og hrærið saman.
Hellið yfir bláberin og rabarbarann.
Stráið kókosmjöli yfir.
Bakið við 175°C í um 20-25 mín.

🫐

BLÁBERRABARBARITERTUREFTIRRÉTTIRKAFFIMEÐLÆTI

BLÁBERJA- OG RABARBARAKAKA

🫐

Auglýsing