Bláberja- og rabarbarakaka

Bláberja- og rabarbarakaka er fljótleg og bragðgóð bláber rabarbari rabbabari fljótlegt
Bláberja- og rabarbarakaka er fljótleg og bragðgóð

Bláberja- og rabarbarakaka

Einfalt, þægilegt og gott með kaffinu eða sem eftirréttur. Víða eru til frosin bláber frá berjasumrinu mikla og sama með rabarbarann. Bökum og njótum.

🫐

— BLÁBERRABARBARITERTURBAKSTUREFTIRRÉTTIRKAFFIMEÐLÆTI

🫐

Bláberja- og rabarbarakaka

1-2 b bláber (frosin eða fersk)
1-2 dl frosinn rabarbari í bitum
175 g smjör
1/2 b sykur
2/3 b hveiti
1 tsk lyftiduft
1 tsk vanillusykur
1/3 tsk salt
2 egg
2 msk kókosmjöl

Setjið bláber og rabarbara í botninn á formi.
Bræðið smjör í potti. Bætið við sykri, hveiti, lyftidufti, vanillusykri og salti. Blandið vel saman, bætið við eggjum og hrærið saman.
Hellið yfir bláberin og rabarbarann.
Stráið kókosmjöli yfir.
Bakið við 175°C í um 20-25 mín.

🫐

BLÁBERRABARBARITERTUREFTIRRÉTTIRKAFFIMEÐLÆTI

BLÁBERJA- OG RABARBARAKAKA

🫐

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Eru (brún)egg ofmetin?

eggsubstitutions

Eru (brún)egg ofmetin? Brún egg eru ekki hollari en önnur egg og næringargildin eru þau sömu. Eggin verða ekki brún við það að hænurnar ganga frjálsar eða eru „vistvænar".

Pönnukökur – þjóðlegar með góðum kaffisopa

Pönnukökur

Upprúllaðar pönnukökur með sykri teljast víst seint til hollustufæðis en mikið er gott að smakka þær annað slagið með góðum kaffisopa. Ætli megi ekki segja að fortíðarþrá fylgi þeim. Í skírnarveislu hér í dag var m.a. boðið uppá pönnukökur og gaman að segja frá því að þær kláruðust fyrst.

Möndlupestó

Möndlupestó. Á dögunum hitti ég Önnu á kaffihúsi og eftir stutta stund vorum við farin að tala um mat. Anna var nýbúin að útbúa möndlupestó og var meira að segja með uppskriftina í kollinum.

Lambahryggur með ólýsanlega góðri himneskri fyllingu

Lambahryggur með ólýsanlega góðri himneskri fyllingu. Gestabloggaraleikurinn heldur áfram. Það er komið að Helgu systurdóttur minni sem á dögunum varð Íslandsmeistari í kjötiðn, það lá því beinast við að fá hana til að elda kjöt (en ekki hvað). Helga útbeinaði lambahrygginn fimlega og bar sig fagmannlega að þessu öllu. Hryggurinn gjörsamlega bráðnaði í munni og þessi fylling, guð minn góður, hún er himnesk.