Baka með sítrónusmjöri og marengs
Það er nú sérstaklega gaman að segja frá því að yngsti meðlimur Sætabrauðsdrengjanna á afmæli í dag, Ísfirðingurinn knái Halldór Smárason (já einmitt, þessi með hárið…). Í tilefni afmælisins fékk hann böku með sítrónusmjöri og marengs.
🍋
— MARENGS — BÖKUR — SÍTRÓNUSMJÖR —
🍋
Baka með sítrónusmjöri og marengs
Botn:
1 1/2 b hveiti
1/2 tsk salt
110 g smjör, við stofuhita
1/3 b sykur
1 stórt egg
Sítrónusmjör:
3 stór egg
3/4 b sykur
1/3 b ferskur sítrónusafi (ca úr 2-3 sítrónum)
50 g smjör
1 msk rifinn sítrónubörkur
smá matarlitur.
Marengs:
4-5 eggjahvítur
1/2 b sykur (eða rúmlega það)
1/3 tsk vínsteinslyftiduft
Botn: Blandið öllu saman og látið standa í amk 2 klst.
Sítrónusmjör: Þeytið vel saman egg og sykur. Bræðið smjör í potti, bætið við sítrónusafa og berki og hellið loks eggjahrærunni saman við. Látið sjóða í ca 8 mín og hrærið stanslaust í á meðan. Kælið.
Marengs: Þeytið mjög vel saman hvítur og sykur, bætið við vínsteinslyftidufti í lokin.
Svo er það baksturinn: Setjið bökudeigið í form, þrístið því í botninn og upp með hliðunum. Bakið við 180°C í um 15 mín, getur verið gott að hafa álpappír yfir. Smyrjið sítrónusmjörinu yfir og bakið við 175°C í 7-10 mín. Látið loks marengsinn yfir og bakið við 175°C í um 15 mín eða þangað til marengsinn er fallega gylltur að ofan.
🍋
🍋
.
— MARENGS — BÖKUR — SÍTRÓNUSMJÖR —
— BAKA MEÐ SÍTRÓNUSMJÖRI OG MARENGS —
🍋