Baka með sítrónusmjöri og marengs

 

Baka með sítrónusmjöri og marengs terta kaffimeðlæti sítróna lemon curd Sætabrauðsdrengirnir
Baka með sítrónusmjöri og marengs

Baka með sítrónusmjöri og marengs

Það er nú sérstaklega gaman að segja frá því að yngsti meðlimur Sætabrauðsdrengjanna á afmæli í dag, Ísfirðingurinn knái Halldór Smárason (já einmitt, þessi með hárið…). Í tilefni afmælisins fékk hann böku með sítrónusmjöri og marengs.

🍋

MARENGSBÖKURSÍTRÓNUSMJÖR

🍋

Baka með sítrónusmjöri og marengs Sætabrauðsdrengirnir viðar halldór bergþór garðar gissur
Sætabrauðsdrengirnir: Viðar, Halldór, Bergþór, Garðar Thór og Gissur Páll

Baka með sítrónusmjöri og marengs

Botn:
1 1/2 b hveiti
1/2 tsk salt
110 g smjör, við stofuhita
1/3 b sykur
1 stórt egg

Sítrónusmjör:
3 stór egg
3/4 b sykur
1/3 b ferskur sítrónusafi (ca úr 2-3 sítrónum)
50 g smjör
1 msk rifinn sítrónubörkur
smá matarlitur.

Marengs:
4-5 eggjahvítur
1/2 b sykur (eða rúmlega það)
1/3 tsk vínsteinslyftiduft

Botn: Blandið öllu saman og látið standa í amk 2 klst.

Sítrónusmjör: Þeytið vel saman egg og sykur. Bræðið smjör í potti, bætið við sítrónusafa og berki og hellið loks eggjahrærunni saman við. Látið sjóða í ca 8 mín og hrærið stanslaust í á meðan. Kælið.

Marengs: Þeytið mjög vel saman hvítur og sykur, bætið við vínsteinslyftidufti í lokin.

Svo er það baksturinn: Setjið bökudeigið í form, þrístið því í botninn og upp með hliðunum. Bakið við 180°C í um 15 mín, getur verið gott að hafa álpappír yfir. Smyrjið sítrónusmjörinu yfir og bakið við 175°C í 7-10 mín. Látið loks marengsinn yfir og bakið við 175°C í um 15 mín eða þangað til marengsinn er fallega gylltur að ofan.

🍋

-MARENGSUPPSKRIFTIR

🍋

Baka með sítrónusmjöri og marengs
Baka með sítrónusmjöri og marengs

.

MARENGSBÖKURSÍTRÓNUSMJÖR

— BAKA MEÐ SÍTRÓNUSMJÖRI OG MARENGS —

🍋

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Uppskriftasamkeppni fyrir Kökubækling Nóa Síríus 2017

Uppskriftasamkeppni fyrir Kökubækling Nóa Síríus 2017. Þau eru mörg verkefnin og ólík. Á dögunum var ég beðinn að útbúa uppskriftir fyrir kökubækling Nóa Síríus sem kemur út í haust. Næstu vikur verða því ekkert sérstaklega leiðinlegar, hér verða prófaðar uppskriftir fyrir bæklinginn. Til að gera hann enn fjölbreyttari blása alberteldar.com og Nói Síríus til uppskriftasamkeppni og mun ein uppskrift birtast í kökubæklingnum(kannski tvær). Eina skilyrðið er að í uppskriftinni séu vara/vörur frá Nóa Síríus.

Að sjálfsögðu verða verðlaun fyrir bestu uppskriftina: Glæsileg karfa með vörum frá Nóa Síríus og verðlaunauppskriftin birtist í kökubæklingunum (og kannski smá aukaglaðningur). Auk þess verða veitt verðlaun fyrir annað og þriðja sætið

Endilega hvetjið bökurnarglaða Íslendinga til að vera með og sendið inn uppskriftir á netfangið albert.eiriksson@gmail.com Skilafrestur er til 31.júlí nk.

Þið megið gjarnan deila færslunni

SaveSave

SaveSave

SaveSave

SaveSave

SaveSave

SaveSave

SaveSave

Bláberjaterta – bærilega góð hráterta

Bláberjaterta - bærilega góð hráterta. Er eitthvað ferskara, hollara og sumarlegra en góð hráterta með kaffinu? Fyrst þegar ég útbjó þessa tertu var ég með frosin bláber, það gekk ekki alveg nógu vel því kókosolían harnar þegar nú blandast saman við frosin berin. Best er að nota fersk ber. Það er eins með þessa tertu eins og allar hrátertur sem ég hef smakkað: Betri daginn eftir. Hugsum um heilsuna, hún er verðmæt „Berum ábyrgð á eigin heilsu" er slagorð Heilsustofnunar Náttúrulækningafélagsins, gerum þau slagorð að okkar og byrjum núna strax.

SaveSave