Baka með sítrónusmjöri og marengs

 

Baka með sítrónusmjöri og marengs terta kaffimeðlæti sítróna lemon curd Sætabrauðsdrengirnir
Baka með sítrónusmjöri og marengs

Baka með sítrónusmjöri og marengs

Það er nú sérstaklega gaman að segja frá því að yngsti meðlimur Sætabrauðsdrengjanna á afmæli í dag, Ísfirðingurinn knái Halldór Smárason (já einmitt, þessi með hárið…). Í tilefni afmælisins fékk hann böku með sítrónusmjöri og marengs.

🍋

MARENGSBÖKURSÍTRÓNUSMJÖR

🍋

Baka með sítrónusmjöri og marengs Sætabrauðsdrengirnir viðar halldór bergþór garðar gissur
Sætabrauðsdrengirnir: Viðar, Halldór, Bergþór, Garðar Thór og Gissur Páll

Baka með sítrónusmjöri og marengs

Botn:
1 1/2 b hveiti
1/2 tsk salt
110 g smjör, við stofuhita
1/3 b sykur
1 stórt egg

Sítrónusmjör:
3 stór egg
3/4 b sykur
1/3 b ferskur sítrónusafi (ca úr 2-3 sítrónum)
50 g smjör
1 msk rifinn sítrónubörkur
smá matarlitur.

Marengs:
4-5 eggjahvítur
1/2 b sykur (eða rúmlega það)
1/3 tsk vínsteinslyftiduft

Botn: Blandið öllu saman og látið standa í amk 2 klst.

Sítrónusmjör: Þeytið vel saman egg og sykur. Bræðið smjör í potti, bætið við sítrónusafa og berki og hellið loks eggjahrærunni saman við. Látið sjóða í ca 8 mín og hrærið stanslaust í á meðan. Kælið.

Marengs: Þeytið mjög vel saman hvítur og sykur, bætið við vínsteinslyftidufti í lokin.

Svo er það baksturinn: Setjið bökudeigið í form, þrístið því í botninn og upp með hliðunum. Bakið við 180°C í um 15 mín, getur verið gott að hafa álpappír yfir. Smyrjið sítrónusmjörinu yfir og bakið við 175°C í 7-10 mín. Látið loks marengsinn yfir og bakið við 175°C í um 15 mín eða þangað til marengsinn er fallega gylltur að ofan.

🍋

-MARENGSUPPSKRIFTIR

🍋

Baka með sítrónusmjöri og marengs
Baka með sítrónusmjöri og marengs

.

MARENGSBÖKURSÍTRÓNUSMJÖR

— BAKA MEÐ SÍTRÓNUSMJÖRI OG MARENGS —

🍋

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Afternoon tea á Apótekinu

Afternoon tea á Apótekinu. Það er svo eftirminnilegt að fara í Afternoon tea og njóta í botn. Greinilegt er að Afternoon tea á Apótekinu hefur slegið hressilega í gegn. Þegar við prófuðum herlegheitin þá var fullt út úr dyrum og mikil og góð stemning á staðnum. Þjónustulipurt afgreiðslufólk með augu á hverjum fingri, snérist í kringum gesti.

Bolludagsbollur og vatnsdeigsbollur úr Nýju matreiðslubókinni

Bolludagsbollur - Vatnsdeigsbollur Nýja matreiðslubókin kom út árið 1954 og var til á fjölmörgum heimilum hér á landi. Í bókinni, sem er eftir Halldóru Eggertsdóttur og Sólveigu Benediktsdóttur, eru þrjár bolludagsuppskriftir. Í lesendabréfi sem birtist í Morgunblaðinu sama ár og bókin kom út stendur m.a.: Eg vil svo benda á, að þessi matreiðslubók er einhver sú hagnýtasta og fjölbreyttasta, sem samin hefur veirð á íslenzku, þar sem finna má leiðbeiningar um matargerð, sem eiga við, hvar sem við búum á landinu. Á Nýja matreiðslubókin því erindi til allra þeirra Íslendinga, sem við matargerð fást.  Enginn húsbóndi mun sjá eftir að stuðla að því, að þessi bók verði til á heimili hans.

Fíkjuterta

Fikjuterta

Fíkjuterta. Það tók nákvæmlega níu mínútur að gera þessa tertu. Þá átti að vísu eftir að taka til í eldhúsinu - þar var allt í rúst. Passið að setja ekki of mikið vatn því þá verður tertan of lin. Mér var bent á að ég væri búinn að skrifa mjög oft að hrákökur eins og þessi er oft jafngóðar ef ekki betri daginn eftir… Þannig að ég ætla ekkert að nefna það núna ;)