Auglýsing
Fermingarveisla, kaffimeðlæti, ferming, veisla. kaffiboð hugmyndir tertur brauð Skinkubrauðterta Jarðarberjaterta Flatbrauð Hráfæðisterta góðgæti Bláberja- og sérrýterta Frönsk súkkulaðiterta Bláberjaostaterta Kókosbolludraumur Saltfisksnittur með hvítlauk Kornflexkökur Draumaterta Döðluterta með jarðarberjarjóma
Fermingarveisla. Fyrst þarf að ákveða hvað á að bjóða upp á og vert að hafa í huga að fjöldi sorta er ekki sama og gæði. Hentugast og best er að hafa fáar, en góðar! Valið er því mikilvægt.

Kaffimeðlæti í fermingarveisluna

Heimagerðar veitingar í fermingarveislum eru alltaf hlýlegar, þó að vissulega sé þægilegast að fá þær sendar heim. Aftur á móti er ekki gaman að taka á móti gestunum með sveittan skallann. Góð skipulagning er því höfuðatriði. Fyrst þarf að ákveða hvað á að bjóða upp á og vert að hafa í huga að fjöldi sorta er ekki sama og gæði. Hentugast og best er að hafa fáar, en góðar! Valið er því mikilvægt.

FERMINGARVEISLURTERTUR

.

Best er að hafa það sem maður er vanur, er einfalt og veit að klikkar aldrei. Marens brotinn niður í þeyttan rjóma með hinu og þessu brakandi sælgæti og ávöxtum er til dæmis eitthvað sem öllum finnst gott og hver sem er getur útbúið. Til dæmis Kókosbolludraumur eða Marengsskál

Margir fá hjálp frá vinum og vandamönnum og þá er best að ákveða réttina eða terturnar í samráði við þá, helst eitthvað sem maður hefur prófað hjá þeim og veit að er ljúffengt. Mikilvægt er að það komi fram í veislunni hverjir hjálpuðu til, svo að maður eigni sér ekki allan heiðurinn sjálfur.

Ef prófa á eitthvað nýtt, er nauðsynlegt að hafa gert prufu, svo að ekkert geti farið úrskeiðis. Hér eru nokkrar hugmyndir að kaffimeðlæti.

1 Skinkubrauðterta (í stað skinku má nota lax)

2. Jarðarberjaterta

3 Flatbrauð

4.Hráfæðisterta, amk eina góða. Leyfa sem flestum að prófa þetta góðgæti

5. Bláberja- og sérrýterta

6. Frönsk súkkulaðiterta

7. Bláberjaostaterta

8. Kókosbolludraumur

9. Saltfisksnittur með hvítlauk

10. Kornflexkökur

11. Draumaterta

12. Döðluterta með jarðarberjarjóma

SJÁ EINNIG: FERMINGARVEISLURTERTUR

.

Auglýsing

1 athugasemd

  1. Takk kærlega vel fyrir þetta er alveg gull að fá svona fallegar og fá svona umræðu um þessar veislur það er alltaf jafn gaman af undirbúningi því er ég mjög hamingjusöm að geta fengið innsýn í´rá svona meistara sem mér þykir þú vera kærar þakkir enn og aftur
    kær kveðja
    Anna

Comments are closed.